Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 18 III Fjármálaleg skilyrði Þrátt fyrir vaxandi afgang á viðskiptum við útlönd hefur gengi krón- unnar farið lækkandi frá miðjum marsmánuði eftir að hafa hækkað í kjölfar setningar gjaldeyrisreglna. Lækkunina má að líkindum rekja til nokkurra samverkandi þátta. Sumir þeirra eru tímabundnir og því má ætla að gengið geti styrkst á ný þegar frá líður. Velta á milli- bankamarkaði með gjaldeyri hefur hins vegar verið lítil, en af þeim sökum geta skammtímasveiflur í gengi krónunnar aukist. Gengi krón- unnar á aflandsmarkaði hefur haldist lægra en á innlendum gjaldeyris- markaði en munurinn hefur minnkað að undanförnu. Veltan á þeim markaði er hins vegar einnig mjög lítil. Vaxtamunur gagnvart helstu viðskiptalöndum hefur minnkað á sama tíma og skuldatryggingarálag ríkisins hefur farið lækkandi. Innlán jukust eftir hrun bankakerfisins en aukningin hefur nú að hluta gengið til baka. Lánsfjárframboð er hins vegar mjög takmarkað. Misvísandi vísbendingar um þróun raunstýrivaxta Frá útgáfu síðustu Peningamála hafa stýrivextir verið lækkaðir tvívegis, samanlagt um 2,5 prósentur. Á sama tíma hefur verðbólga hjaðnað hratt. Miðað við liðna verðbólgu hafa raunstýrivextir haldist nánast óbreyttir en þeir hafa lækkað um rúmlega prósentu miðað við verðbólguvæntingar almennings. Í báðum tilvikum eru þeir tæplega 1,5%. Á sama tíma hafa raunstýrivextir miðað við verðbólguálag ríkis- bréfa og verðbólguvæntingar fyrirtækja hins vegar hækkað verulega og aðhald peningastefnunnar því aukist á þann mælikvarða. Mælikvarðar á verðbólguvæntingar gefa því misvísandi vísbend- ingar um aðhaldsstig peningastefnunnar. Það þarf ekki að koma á óvart á tímum þegar verðbólga breytist hratt og efnahagshorfur eru óvissar. Við slíkar aðstæður getur verið æskilegt að miða við vísbend- ingar um verðbólguhorfur frekar en liðna verðbólgu, þótt ekki megi horfa algerlega fram hjá henni eða væntingum sem virðast taka mið af henni, eins og verðbólguvæntingum heimila. Á heildina litið er hins vegar líklegt að verðbólguvæntingar fari ört lækkandi og að raun- stýrivextir muni hækka að óbreyttum stýrivöxtum. Eftir setningu gjaldeyrisreglna undir lok nóvembermánaðar styrkt- ist gengi krónunnar nokkuð og hjöðnuðu verðbólguvæntingar í kjölfar þess. Gengislækkun krónunnar frá miðjum marsmánuði hefur enn sem komið er ekki komið fram í auknu verðbólguálagi, en töluverð fylgni hefur jafnan verið á milli gengisþróunar, verðbólgu og verðbólguvænt- inga. Óvissa á skuldabréfamarkaði hefur þó torveldað mat á verðbólgu- væntingum, líkt og fjallað er um hér á eftir. Það sem af er ári hefur mæld verðbólga reynst lægri en spár höfðu gert ráð fyrir og hefur það eflaust áhrif til hjöðnunar verðbólguvæntinga þrátt fyrir lækkun á gengi krónunnar. Vaxtamunur við útlönd minnkar ... Skammtímavaxtamunur gagnvart helstu viðskiptalöndum landsins, mældur út frá þriggja mánaða millibankavöxtum, hefur dregist saman undanfarna mánuði. Vextir á innlendum millibankamarkaði hafa lækk- að meira en erlendir millibankavextir. Vaxtamunur er þó enn á bilinu Mynd III-1 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 6. janúar 2004 - 5. maí 2009 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisbréfa1 verðbólguálag ríkisbréfa2 verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja 1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF 150914. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 20092008200720052004 2006 % Mynd III-2 Skammtímavaxtamunur1 Daglegar tölur 4. janúar 2007 - 5. maí 2009 1. 3 mánaða millibankavextir. Heimild: Reuters EcoWin. Ísland/Evrusvæði Ísland/Bandaríkin Ísland/Bretland Ísland/Sviss Ísland/Japan 6 8 10 12 14 16 18 200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.