Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 52
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
52
2000 = 100
Mynd VIII-4
Hrávöruverð
Vikulegar tölur 2. janúar 2004 - 24. apríl 2009
Heimildir: Bloomberg, Reuters Ecowin.
Hrávara án eldsneytis í EUR (v. ás)
Hráolía (Brent) (h. ás)
Matvara í EUR (v. ás)
$/fat
80
90
100
110
120
130
140
150
160
170
180
0
15
30
45
60
75
90
105
120
135
150
200920082007200620052004
Vísitala mars 1997 = 100
Mynd VIII-5
Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar
vöru mars 1997 - apríl 2009
Heimild: Hagstofa Íslands.
Vísitala neysluverðs
Nýir bílar og varahlutir
Innfluttar mat- og drykkjarvörur
Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning
80
100
120
140
160
180
200
220
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Mynd VIII-6
Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs
júní 2004 - apríl 2009
Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði
%
-2
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
20092008200720062005‘04
Húsnæði
Opinber þjónusta
Almenn þjónusta
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Vísitala neysluverðs
Heimild: Hagstofa Íslands.
Dregið hefur úr gengisáhrifum
Verð innfluttrar vöru hefur hækkað um fimmtung sl. tólf mánuði
en árshækkunin náði hámarki í 30% í janúar sl. Undanfarna mán-
uði hefur dregið verulega úr áhrifum gengislækkunar krónunnar á
verðlag innfluttrar vöru. Gengi krónunnar var að meðaltali um 8%
sterkara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi ársins
2008, þótt það hafi síðan veikst frá því um miðjan mars. Einnig gerir
snarpur samdráttur eftirspurnar fyrirtækjum mun erfiðara um vik að
hleypa gengislækkun út í verðlag og innflytjendur taka því á sig stór-
an hluta gengis lækkunarinnar í gegnum minni álagningu. Jafnframt
hefur hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu áhrif til lækkunar á verði inn-
fluttrar vöru en í mörgum helstu viðskiptalöndum Íslands er verðbólga
að nálgast núllið. Hrávöruverð á heimsmarkaði hefur orðið nokkru
stöðugra undanfarna mánuði en olíuverð hækkað lítillega (sjá frekari
umfjöllun í kafla II). Heimsmarkaðsverð á matvælum í evrum hefur
lækkað um rúmlega 11% sl. tólf mánuði og hrávöruverð án eldsneytis
um u.þ.b. 23%.
Mikil óvissa er enn fyrir hendi um áhrif gengislækkunar krón-
unnar á verðbólgu á næstu mánuðum. Kostnaðarþrýstingur sem á
eftir að skila sér út í verðlag gæti enn verið til staðar í kjölfar þeirrar
miklu gengislækkunar sem hefur átt sér stað. Samdráttur innlendrar
eftirspurnar minnkar hins vegar líkurnar á að áhrifin verði mikil. Hætta
er einnig á að verðbólguhorfur versni ef gengi krónunnar heldur áfram
að lækka en það gæti grafið undan þeirri verðbólguhjöðnun sem er
hafin.
Verðhækkanir á samkeppnisvöru hafa verið miklar á meðan verð á
heimamarkaðsvöru lækkar hratt
Mikill munur hefur myndast á milli mældrar verðþróunar samkeppn-
isvöru (e. tradable inflation) annars vegar og á heimamarkaðsvöru hins
vegar (e. non-tradable inflation). Verð á heimamarkaðsvöru, líkt og
fasteignum og ýmiss konar þjónustu, lækkar hratt um þessar mundir
á meðan verðhækkanir á samkeppnisvöru hafa verið afar miklar m.a.
vegna gengislækkunar krónunnar á síðasta ári. Samsetning liðinnar
verðbólgu endurspeglar þessa þróun. Verðhækkun innfluttrar vöru
skýrir rúman helming af 11,9% verðbólgu og verðhækkun innlendrar
vöru um 17% af henni, á meðan allur húsnæðisliðurinn skýrir einungis
um 1½% af þessari hækkun. Hins vegar hækkaði vísitala neysluverðs
um 0,4% undanfarna þrjá mánuði. Verðhækkun innfluttrar vöru hafði
u.þ.b. 1,4 prósentna áhrif til hækkunar vísitölunnar á því tímabili en
húsnæðisliðurinn um 1,4 prósentna áhrif til lækkunar.
Framleiðsluverð getur gefið vísbendingu um horfur á undirliggjandi
kostnaðarþrýstingi
Verulega hefur dregið úr tólf mánaða hækkun vísitölu framleiðsluverðs
frá lokum síðasta árs, einkum vegna hækkunar á gengi krónunnar.
Árshækkun mældist 11,6% í mars sl. og hafði lækkað úr 68½%
í nóvember 2008. Hins vegar hefur eingöngu hluti afurða sem
eru mældar í vísitölu framleiðsluverðs áhrif á innlent smásöluverð.
Undirþátturinn sem inniheldur afurðir seldar innanlands gæti gefið
vísbendingu um framtíðarverðþróun á ákveðnum vörum í vísitölu