Peningamál - 01.05.2009, Síða 52

Peningamál - 01.05.2009, Síða 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 52 2000 = 100 Mynd VIII-4 Hrávöruverð Vikulegar tölur 2. janúar 2004 - 24. apríl 2009 Heimildir: Bloomberg, Reuters Ecowin. Hrávara án eldsneytis í EUR (v. ás) Hráolía (Brent) (h. ás) Matvara í EUR (v. ás) $/fat 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 0 15 30 45 60 75 90 105 120 135 150 200920082007200620052004 Vísitala mars 1997 = 100 Mynd VIII-5 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - apríl 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Nýir bílar og varahlutir Innfluttar mat- og drykkjarvörur Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mynd VIII-6 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - apríl 2009 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 20092008200720062005‘04 Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Dregið hefur úr gengisáhrifum Verð innfluttrar vöru hefur hækkað um fimmtung sl. tólf mánuði en árshækkunin náði hámarki í 30% í janúar sl. Undanfarna mán- uði hefur dregið verulega úr áhrifum gengislækkunar krónunnar á verðlag innfluttrar vöru. Gengi krónunnar var að meðaltali um 8% sterkara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi ársins 2008, þótt það hafi síðan veikst frá því um miðjan mars. Einnig gerir snarpur samdráttur eftirspurnar fyrirtækjum mun erfiðara um vik að hleypa gengislækkun út í verðlag og innflytjendur taka því á sig stór- an hluta gengis lækkunarinnar í gegnum minni álagningu. Jafnframt hefur hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu áhrif til lækkunar á verði inn- fluttrar vöru en í mörgum helstu viðskiptalöndum Íslands er verðbólga að nálgast núllið. Hrávöruverð á heimsmarkaði hefur orðið nokkru stöðugra undanfarna mánuði en olíuverð hækkað lítillega (sjá frekari umfjöllun í kafla II). Heimsmarkaðsverð á matvælum í evrum hefur lækkað um rúmlega 11% sl. tólf mánuði og hrávöruverð án eldsneytis um u.þ.b. 23%. Mikil óvissa er enn fyrir hendi um áhrif gengislækkunar krón- unnar á verðbólgu á næstu mánuðum. Kostnaðarþrýstingur sem á eftir að skila sér út í verðlag gæti enn verið til staðar í kjölfar þeirrar miklu gengislækkunar sem hefur átt sér stað. Samdráttur innlendrar eftirspurnar minnkar hins vegar líkurnar á að áhrifin verði mikil. Hætta er einnig á að verðbólguhorfur versni ef gengi krónunnar heldur áfram að lækka en það gæti grafið undan þeirri verðbólguhjöðnun sem er hafin. Verðhækkanir á samkeppnisvöru hafa verið miklar á meðan verð á heimamarkaðsvöru lækkar hratt Mikill munur hefur myndast á milli mældrar verðþróunar samkeppn- isvöru (e. tradable inflation) annars vegar og á heimamarkaðsvöru hins vegar (e. non-tradable inflation). Verð á heimamarkaðsvöru, líkt og fasteignum og ýmiss konar þjónustu, lækkar hratt um þessar mundir á meðan verðhækkanir á samkeppnisvöru hafa verið afar miklar m.a. vegna gengislækkunar krónunnar á síðasta ári. Samsetning liðinnar verðbólgu endurspeglar þessa þróun. Verðhækkun innfluttrar vöru skýrir rúman helming af 11,9% verðbólgu og verðhækkun innlendrar vöru um 17% af henni, á meðan allur húsnæðisliðurinn skýrir einungis um 1½% af þessari hækkun. Hins vegar hækkaði vísitala neysluverðs um 0,4% undanfarna þrjá mánuði. Verðhækkun innfluttrar vöru hafði u.þ.b. 1,4 prósentna áhrif til hækkunar vísitölunnar á því tímabili en húsnæðisliðurinn um 1,4 prósentna áhrif til lækkunar. Framleiðsluverð getur gefið vísbendingu um horfur á undirliggjandi kostnaðarþrýstingi Verulega hefur dregið úr tólf mánaða hækkun vísitölu framleiðsluverðs frá lokum síðasta árs, einkum vegna hækkunar á gengi krónunnar. Árshækkun mældist 11,6% í mars sl. og hafði lækkað úr 68½% í nóvember 2008. Hins vegar hefur eingöngu hluti afurða sem eru mældar í vísitölu framleiðsluverðs áhrif á innlent smásöluverð. Undirþátturinn sem inniheldur afurðir seldar innanlands gæti gefið vísbendingu um framtíðarverðþróun á ákveðnum vörum í vísitölu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.