Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 19 12–12½ prósentur gagnvart evru, Bandaríkjadal og bresku pundi. Þriggja mánaða millibankavextir hér á landi hafa lækkað um tæplega 5 prósentur frá áramótum. Hafa ber í huga að velta á millibankamark- aði hefur verið mjög lítil og einkum bundin við eins dags og viku millibankalán. Munur innlendra og erlendra stýrivaxta hefur einnig minnkað um allt að rúmlega þremur prósentum það sem af er ári. Vaxtamunur gagnvart helstu viðskiptalöndunum hefur einnig dregist saman þegar miðað er við ríkisvíxla. Helsta ástæða þess er lækkun á ávöxtunarkröfu innlendra ríkisvíxla. Eins og með milli- bankavexti þarf þó að taka tillit til þess að verðmyndun er ófullkomin og að engin virk viðskiptavakt er með ríkisvíxla á eftirmarkaði hér á landi. Ennfremur hefur undanfarnar vikur verið leitast við að lengja í endur greiðsluferli ríkisskuldabréfa sem virðist hafa haft áhrif til lækk- unar á ávöxtunarkröfu ríkisvíxla. Þar að auki hafa erlendir aðilar, sem hafa verið umfangsmiklir kaupendur ríkisvíxla, haft tilhneigingu til að halda þeim fram að gjalddaga, en það hefur dregið úr skilvirkri verðmyndun þeirra. ... og skuldatryggingarálag ríkisins lækkar Skuldatryggingarálag ríkisins hefur lækkað um rúmlega 6 prósent- ur frá því að það náði sögulegu hámarki við hrun bankakerfisins í októberbyrjun. Álagið er þó enn mikið eða tæplega 9 prósentur en lítil viðskipti liggja þar að baki. Varhugavert er því að álykta of mikið út frá þeim gögnum sem liggja fyrir um skuldatryggingarálag en það gefur samt sem áður vísbendingar um þróunina, t.d. í samanburði við önnur þróuð ríki. Þar sem álagið hefur orðið mest, t.d. á Írlandi, í Grikklandi og Portúgal, hefur það orðið 2–4 prósentur. Samanburður álags á vexti skuldabréfs ríkissjóðs sem gefið var út í evrum og er með gjalddaga á árinu 2011 og ávöxtunarkröfu sambærilegra erlendra ríkis skuldabréfa gefur áþekka niðurstöðu. Ávöxtunarkrafa þessa bréfs á eftirmarkaði hefur t.d. verið um og yfir 17 prósentum umfram ávöxtunarkröfu sambærilegs þýsks ríkisskuldabréfs. Munurinn end- urspeglar óvissu um greiðslugetu íslenska ríkisins en einnig áhættuálag vegna grunns eftirmarkaðar. Mikinn vaxtamun við útlönd þarf að skoða í samhengi við hátt áhættuálag sem fjárfestar krefjast ofan á skuldabréf gefin út af inn- lendum aðilum og í íslenskum krónum í samanburði við skuldabréf útgefin af erlendum aðilum og í öðrum gjaldmiðlum. Hátt áhættuálag á íslenskar fjáreignir felur í sér að meiri vaxtamun þarf til að styðja við gengi krónunnar en ella væri, einkum þegar höft á fjármagnshreyf- ingum verða afnumin. Lítil velta á gjaldeyrismarkaði eykur gengissveiflur Eitt meginviðfangsefni innlendra stjórnvalda frá hruni bankakerfisins í október á síðasta ári hefur verið að endurreisa fjármálamarkaði og tryggja greiðslumiðlun við útlönd. Í þeim tilgangi setti Seðlabankinn fram tilmæli um tímabundna temprun gjaldeyrisviðskipta eftir banka- hrunið í október. Hinn 28. nóvember voru tilmælin felld niður og þess í stað settar reglur um gjaldeyrisviðskipti sem heimiluðu öll gjaldeyris- viðskipti vegna almennra viðskipta og þáttagreiðslna en heftu fjár- magnsflutninga til og frá landinu. Eftir setningu reglnanna hækkaði 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 Apríl ‘09Mars ‘09Feb. ‘09Jan. ‘09Des. ‘08 M.kr. Mynd III-3 Velta á millibankamarkaði með krónur Daglegar tölur 1. desember 2008 - 5. maí 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Punktar Mynd III-4 Skuldatryggingarálag ríkisins Daglegar tölur 29. mars 2007 - 5. maí 2009 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 200920082007 M.kr. Mynd III-5 Velta á gjaldeyrismarkaði Daglegar tölur 4. desember 2008 - 5. maí 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Apríl ‘09Mars ‘09Feb. ‘09Jan. ‘09Des. ‘08 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 1.300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.