Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 331. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-8 Hlutfall atvinnuvegarfjárfestingar af VLF 1991-20111 Frávik frá meðaltali 1970-2007 -10 -5 0 5 10 15 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Atvinnuvegafjárfesting Atvinnuvegafjárfesting án stóriðju Gjaldþrotum mun halda áfram að fjölga. Frekari tafir á því að gera bankakerfið og fjármálamarkaðina starfhæf að nýju hefðu í för með sér frekari áhættu fyrir fyrirtæki. Sama máli gegnir um langvinnt tímabil með háum vöxtum og óhóflegum aukalegum gengissveiflum krónunnar. Viðhorfskönnun Capacent Gallup sem gerð var í mars gefur til kynna svartsýni meðal stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Tæp 95% þátttakenda álíta efnahagsástandið nú vera slæmt, þótt fyr- irtækin séu svolítið jákvæðari í garð efnahagsástandsins í framtíðinni. Tæp 30% fyrirtækja telja að ástandið muni batna á næstu sex mán- uðum. Langflest fyrirtækin eða 73% búast við að fjárfestingarútgjöld þeirra dragist saman á þessu ári. Samdrátturinn er mest áberandi í verslun, byggingariðnaði og iðnframleiðslu. Þess er vænst að almenn atvinnuvegafjárfesting, að undanskil- inni fjárfestingu í áliðnaði og virkjunarframkvæmdum, dragist saman allt spátímabilið og hlutur hennar í landsframleiðslu minnki og verði innan við helmingur af sögulegu meðaltali (sjá myndir IV-7 og IV-8). Fjárfesting sem tengist álversframkvæmdum í Helguvík mun að nokkru vinna upp á móti lækkun almennrar atvinnuvegafjárfestingar en því er spáð að hlutur fjármunamyndunar í landsframleiðslu verði minni en hann hefur verið síðan árið 1995. Áfram er óvissa um álvers- framkvæmdir í Helguvík en vinna við að tryggja fjármögnun verkefn- isins stendur yfir. Nýlega samþykkt lög frá Alþingi gætu auðveldað fjármögnunarferlið, enda er þar tryggð hagstæð skattameðferð í samræmi við fyrri álframleiðsluverkefni. Stækkun álbræðslunnar í Straumsvík tefst nokkuð miðað við janúarspána. Því er gert ráð fyrir að fjárfesting í ál- og orkuiðnaði aukist verulega í byrjun næsta árs. Hið opinbera getur ekki vegið upp minnkandi umsvif einkaaðila með eftirspurnarhvetjandi aðgerðum Rannsóknir sýna að umfangsmiklar ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa oft lagt fram mikilvægan skerf til að tryggja efnahagsbata eftir fjármála- kreppur. Svigrúm í ríkisfjármálum og árangur af eftirspurnarhvetjandi ráðstöfunum hins opinbera ræðst hins vegar af skuldum hins opinbera og óvissu um sjálfbærni skuldastöðunnar.6 Því verður ekki hægt að bæta upp minnkandi eftirspurn einkaaðila með aukinni samneyslu og fjárfestingu hins opinbera. Þvert á móti er þörf á aðhaldi í ríkisfjár- málum til að verja sjálfbærni opinberra skulda þar sem efasemdir í þeim efnum geta tafið fyrir efnahagsbata með minni neysluútgjöldum, háum langtíma raunvöxtum, tregðu fjárfesta og veikara gengi. Fjallað er um óvissu um horfur í ríkisfjármálum í kafla V. Eins og þar er útskýrt er gert ráð fyrir að aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum muni felast jöfnum höndum í niðurskurði útgjalda og skattahækkunum. Því er spáð að samneysla dragist saman allt spátímabilið en hlutur hennar í landsframleiðslu verður engu að síður mestallt tímabilið fyrir ofan sögulegt meðaltal (sjá mynd V-6). Gert er ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera dragist saman um nálægt 48% á þessu ári og um fjórðung árið 2010 og yrði hún þá langt undir sögulegu meðaltali. 6. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009). „From Recession to Recovery: How Soon and How Strong?“, 3. kafli í World Economic Outlook, apríl 2009, bls. 103–138.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.