Peningamál - 01.05.2009, Síða 7

Peningamál - 01.05.2009, Síða 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 7 á lágu verði á aflandsmarkaðnum og greitt útflytjendum í krónum í stað erlends gjaldeyris. Þetta skýrir að hluta hví aukinn afgangur á við- skiptum við útlönd hefur ekki styrkt krónuna að því marki sem vænst var. Takmarkað innflæði erlends gjaldeyris hefur því ekki nægt til að vega upp á móti útstreymi vaxtagreiðslna til erlendra eigenda íslenskra skuldabréfa, sem hefur valdið þrýstingi á krónuna til veikingar. Vegna mikils þrýstings af fjármagni sem vill út úr landinu hefur Seðlabankinn í samvinnu við stjórnvöld og Al þjóða gjaldeyrissjóðinn undirbúið ráðstafanir sem gera fjárfestum sem eru tilbúnir til að losa um stöður sínar á því sem næst hvaða gengi sem er kleift að gera það á skipulagðan máta. Þegar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar ættu þær að létta nokkuð þrýstingi af gjaldmiðlinum. Forsendur þess að aflétta gjaldeyrishöftunum eru ekki enn fyrir hendi. Veruleg óvissa ríkir enn um erlendar skuldir þjóðarbúsins, stöðu ríkisfjármála og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Væru gjald eyris- höft afnumin að fullu áður en þessir þættir hafa skýrst og dregið hefur úr öngþveitinu í fjármálum heimsins gæti það leitt til stórfellds fjár- magnsútflæðis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir gengi krónunnar og verðbólgu. Því er ekki líklegt að höftunum verði aflétt á næstunni. Umrótið á fjármálamörkuðum hefur áhrif á þann vaxtamun gagnvart útlöndum sem þarf til að styðja við gengi krónunnar Ein af afleiðingunum fjármálakreppunnar er að mat fjárfesta á áhættu hefur breyst mikið. Þetta hefur leitt til þess að áhættuálag á allar tegundir fjármálaafurða hefur hækkað verulega, eins og sjá má t.d. í auknu vaxtaálagi á áhættulausar fjáreignir, t.d. milli peningamark- aðsvaxta og stýrivaxta, eða milli ávöxtunar af skuldum fyrir tækja og ávöxtunar á ríkisskuldabréfum. Endurmat fjárfesta á áhættu kemur sérstaklega vel fram í vax- andi áhættuálagi á fjármálaafurðir landa – eins og Íslands – sem hafa orðið illa fyrir barðinu á fjármálakreppunni. Áhættuálagið endur- speglar meiri óvissu um efnahagshorfur á Íslandi en í flestum öðrum löndum, sérstaklega um sjálfbærni skulda hins opinbera. Þessi óvissa, ásamt undirliggjandi gjaldmiðlaáhættu, leiðir til þess að fjárfestar krefj- ast hærri ávöxtunar af íslenskum fjáreignum en áður. Einn mælikvarði á mat erlendra aðila á áhættu tengdri íslenskum verðbréfum er skulda tryggingarálagið sem endurspeglar kostnað fjár- festa við að tryggja sig gegn áhættu af vanskilum á skuldum íslenska ríkisins. Skulda tryggingarálagið er enn um 8–9 prósentur í samanburði við 2–3 prósentur í öðr um smáum iðnríkjum sem hafa orðið illa úti í yfirstandandi kreppu, svo sem Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Þar sem markaðurinn með þessar skuldatryggingar er tiltölulega þunnur og viðkvæmur fyrir misnotkun, leikur vafi á hversu áreið- anlega vísbendingu hann gefur um áhættuálagið. Sam anburður á skuldatryggingarálaginu fyrir íslensk skuldabréf og skulda bréf annarra iðnríkja bendir þó til að áhættuálag íslenskra skuldabréfa sé verulegt. Nauðsynlegur vaxtamunur til að styðja við krónuna á þessu tímabili mikillar óvissu er því að sama skapi meiri. Alþjóðlega fjármálakreppan kemur niður á alþjóðaviðskiptum Þótt smám saman hafi dregið úr efnahagsumsvifum í heiminum árið 2008 versnuðu horfurnar skyndilega frá og með miðjum september- 1. 3 mánaða millibankavextir. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd I-4 Skammtímavaxtamunur1 Daglegar tölur 4. janúar 2007 - 5. maí 2009 % Ísland/Evrusvæði Ísland/Bandaríkin Ísland/Bretland Ísland/Sviss Ísland/Japan 6 8 10 12 14 16 18 200920082007 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársmeðaltala (%) Mynd I-5 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘80‘75‘71 Punktar Mynd I-3 Skuldatryggingarálag ríkisins Daglegar tölur 29. mars 2007 - 5. maí 2009 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 200920082007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.