Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 16 Undanfarin fimm ár hefur verð á sjávarafurðum hækkað stöð- ugt og frá miðju ári 2004 til síðla hausts 2008 hafði það hækkað um þriðjung, mælt í erlendum gjaldmiðli. Þetta er umtalsverð hækkun, sérstaklega í ljósi þess að sjávarafurðir eru fyrst og fremst neysluvörur en ekki hefðbundnar hrávörur. Verð á tiltölulega dýrum afurðum, t.d. ferskfiski, þorski og saltfiski, hefur hækkað mest. Minnkandi eftirspurn í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur leitt til þess að verð á dýrustu afurðunum hefur lækkað verulega undanfarna mánuði. Verð á ódýrari afurðum hefur einnig lækkað, en ekki jafn mikið. Því var verð sjávaraf- urða 9,1% lægra á fyrsta fjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Markaðsaðilar telja að versta verðlækkanahrinan sé afstaðin og að verð á sumum helstu afurðunum muni jafnvel hækka eilítið á næstu mánuðum. Ólíklegt er þó að verð á sjávarafurðum muni hækka verulega fyrr en á næsta ári, í fyrsta lagi. Nú er gert ráð fyrir að verð á sjávarafurðum verði 12% lægra í ár en í fyrra, samanborið við 9% lækkun í janúarspánni, og muni hækka um 1% árið 2010 í stað þess að haldast óbreytt. Árið 2008 versnuðu viðskiptakjör um 9%. Ljóst er að verð- breytingar frá þeim tíma og væntingar um framtíðarþróun verðlags leiða til þess að þau munu versna enn frekar. Hér hafa áhrif lækkandi álverðs úrslitaþýðingu þar sem ál er næststærsti liðurinn í vöruútflutn- ingi í ár. Sjávarafurðir eru aftur orðnar stærsti flokkurinn og því hefur lækkandi verð á sjávarafurðum einnig áhrif, en lægra verð á eldsneyti ásamt lægra verði á aðföngum til iðnaðarframleiðslu stuðlar þó að því að bæta viðskiptakjörin. Að teknu tilliti til allra þessara þátta er þess vænst að viðskiptakjör versni um 5,3% á þessu ári og um 1,2% til viðbótar 2010, til samanburðar við 3,5% lækkun 2009 og 0,9% 2010 í janúarspánni. ... og raungengi lækkar Raungengi hefur ekki verið jafn lágt og nú síðan árið 1969, en það endur speglar ekki aðeins fjármálakreppuna á Íslandi heldur einnig niður sveifluna í heiminum og versnandi viðskiptakjör. Lækkað raun- gengi ætti að bæta samkeppnishæfni innlendra útflutningsgreina þar sem hlutfallslegur kostnaður lækkar. Það ætti einnig að vega upp á móti versnandi verðlagshorfum fyrir útflutningsafurðir. Á móti kemur að lágt raungengi veldur innlendum samkeppnisrekstri vanda þar sem hann er oft á tíðum mjög skuldsettur í erlendri mynt. Til lengri tíma litið felur fjármálakreppan á Íslandi og mikill efnahagssamdráttur trúlega í sér að jafnvægisraungengið til meðallangs tíma lækkar sem verður til þess að styðja við útflutningsdrifinn hagvöxt þegar frá líður. Meiri óvissa um útflutningsdrifinn efnahagsbata Niðursveiflan í heiminum hefur komið sérlega illa niður á útflutnings- atvinnuvegunum og minni eftirspurn í öllum helstu viðskiptalöndum Íslands eykur óvissu um útflutningsdrifinn efnahagsbata. Þessir þættir ásamt samdrætti í alþjóðaviðskiptum skapa íslenskum útflytjendum mjög erfiðar aðstæður. Þótt lágt raungengi muni styðja við vöxt útflutnings til lengri tíma er ljóst að nokkur tími mun líða áður en ástandið á útflutningsmörkuðum batnar. Janúarspáin um vöxt útflutn- ings var því líklega of bjartsýn. Horfur eru á að útflutningur á vörum 1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala 2000 = 100 Mynd II-10 Viðskiptakjör1 Árlegar tölur 80 85 90 95 100 105 110 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-11 Raungengi Ársfjórðungslegar tölur Hlutfallslegur launakostnaður Hlutfallslegt neysluverð 60 70 80 90 100 110 120 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.