Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 47 Rammagrein VII-1 Erlend skuldastaða og þáttatekjuhallinn Mynd 1 Hrein staða þjóðarbúsins Árlegar tölur 1994-2008 % af VLF 1. Eignir og skuldir á gengi í árslok og VLF á verðlagi ársins. 2. M.v. verðlag VLF og gengisvísitölu (viðskiptavog). Heimild: Seðlabanki Íslands. Opinberar tölur1 Umreiknaðar tölur2 Viðskiptajöfnuður -240 -200 -160 -120 -80 -40 0 40 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94 Mörg undangengin ár hefur verið halli á viðskiptum Íslands við önnur lönd. Þessi halli hefur verið fjármagnaður með erlendum lánum. Mynd 1 sýnir hreina erlenda stöðu í lok árs sem hlutfall af landsframleiðslu ársins.1 Samkvæmt opinberum tölum Seðlabanka Íslands var hrein erlend staða neikvæð um 50% af vergri landsfram- leiðslu (VLF) fyrir fimmtán árum og hélst hlutfallið svipað alveg fram í byrjun þessarar aldar enda viðskipti við útlönd nálægt því að vera í jafnvægi á þeim tíma. Í kjölfar uppsveiflunnar í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur halli á viðskiptajöfnuði hins vegar smám saman vaxið og erlendar skuldir því aukist. Hrein erlend staða versnaði verulega og var komin í -237% af VLF á síðasta ári. Auk viðskiptahallans sem hefur áhrif á erlendar lántökur og hagvöxtinn sem hefur áhrif á nefnara hlutfallsins, hefur afstaða gengis og innlends verðlags áhrif á hlutfallið. Ef gengi krónunnar er tiltölulega hátt miðað við innlent verðlag (og skuldir í erlendum gjaldmiðlum því tiltölulega lágar í krónum talið) mælist hlutfall hreinnar erlendrar stöðu tiltölulega lágt. Þar sem skuldirnar eru reiknaðar á gengi í árslok en landsframleiðslan á meðalverðlagi ársins skiptir einnig máli hvernig staðan er í lok ársins miðað við meðaltalið á árinu. Gengi krónunnar var tiltölulega lágt miðað við innlent verðlag á árinu 2008 og sérstaklega var gengið í árslok lágt miðað við meðalverðlag á árinu. Þess vegna var hrein erlend staða sérstaklega lág í lok ársins 2008 þegar hefðbundin aðferð er notuð við að mæla þetta hlutfall. Sé hlutfallið á árunum fyrir 2008 end- urmetið þannig að erlendu skuldirnar eru metnar á gengi í lok ársins 2008 og landsframleiðslan mæld á meðalverðlagi ársins 2008 breyt- ist myndin verulega.2 T.d. kemur í ljós að rekja má u.þ.b. helming lækkunar hlutfalls hreinnar erlendrar stöðu úr -105% af VLF árið 2007 í -237% af VLF árið 2008 til lágs gengis krónunnar í lok ársins miðað við innlent verðlag. Þróun erlendra eigna og skulda Mynd 2 sýnir þróun erlendra eigna og skulda íslenskra aðila í hlut- falli af VLF og mismun þeirra, þ.e. hreina erlenda stöðu þjóðarbús- ins. Myndin byggist eingöngu á opinberum tölum Seðlabankans og línan sem sýnir hreina erlenda stöðu er alveg eins og á mynd 1. Myndin sýnir að hrein erlend skuldastaða hins opinbera (Seðla bankans, ríkissjóðs og sveitarfélaga en án fyrirtækja í eigu hins opinbera eins og Landsvirkjunar og Orkuveitunnar) var mjög lág í lok árs 2007. Fjármálakreppan og hrun stóru innlendu bankanna sl. haust hafa hins vegar gerbreytt þessari stöðu. Undanfarið hefur verið unnið að því að endurmeta erlendar eignir og skuldir íslenskra aðila í ljósi upplýsinga um gjaldþrot fyr- irtækja. Þessari vinnu er ekki lokið enda hafa stór fyrirtæki orðið gjaldþrota á undanförnum vikum og ekki víst að þar með sé gjald- þrotahrinan afstaðin. Enn er ósamið við erlenda aðila um mikilvæga hluti eins og t.d. innlánsreikninga íslensku bankanna erlendis og ekki er búið að aflétta frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi. Þótt íslenskir aðilar hafi tapað gífurlegum eignum erlendis hafa útlend- ingar einnig þurft að afskrifa miklar skuldir íslenskra aðila. Hrein staða hins opinbera mun versna mikið en óvissara er um hreina stöðu einkaaðila og þar með þjóðarbúsins í heild. Mynd 2 Erlendar eignir og skuldir Árlegar tölur 1994-2008 % af VLF Heimild: Seðlabanki Íslands. Hrein erlend staða Erlendar eignir Erlendar skuldir Hrein staða hins opinbera -400 -200 0 200 400 600 800 1.000 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94 1. Þ.e. eignir Íslendinga erlendis að frádregnum skuldum og beinni fjárfestingu útlendinga hér á landi (e. international investment position). 2. Hér er miðað við að allar skuldir við erlenda aðila séu í erlendri mynt. Til skamms tíma var það bókstaflega rétt en síðustu árin hefur það færst í vöxt að erlend lán séu í íslensk- um krónum. Í þessum útreikningum var viðskiptavegin gengisvísitala krónunnar notuð til að mæla gengisbreytingar. Svipuð þróun kemur í ljós sé notast við Bandaríkjadal í stað gengisvísitölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.