Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 68

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 68
P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 68 ANNÁLL vegna vaxandi skuldabyrðar hins opinbera. Mat Standard & Poor's á skipti- og breytanleika (e. transfer and convertibility assessment) landsins var einnig lækkað í BBB- úr A- vegna þeirra takmarkana sem settar voru á fjármagnsviðskipti og að einhverju leyti á vöruviðskipti í október. Horfurnar voru áfram neikvæðar. Hinn 25. nóvember tilkynnti Glitnir banki hf. að starfsemi bankans í New York, Bandaríkjunum, hefði verið seld fyrrum starfsmönnum bankans. Hinn 26. nóvember var undirrituð reglugerð um heimild Íbúðalána- sjóðs til að yfi rtaka íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja. Kjör og skilmálar yfi rtekinna lána haldast óbreytt eftir yfi rtökuna. Hinn 28. nóvember samþykkti Alþingi breytingar á lögum um gjald- eyrismál sem heimiluðu beitingu tímabundinna takmarkana á gjald- eyrisviðskipti vegna fjármagnsviðskipta. Sama dag tóku gildi nýjar reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál þar sem hömlur voru settar á fjármagnsfl utninga milli Íslands og annarra landa. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka útfl æði gjaldeyris. Í kjölfarið voru tilmæli um tímabundna temprun á útfl æði gjaldeyris frá því í október afturkölluð. Desember 2008 Hinn 4. desember tók millibankamarkaður með gjaldeyri til starfa á ný. Sama dag tóku nýjar reglur Seðlabankans um gjaldeyrismarkað gildi. Hinn 4. desember lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s láns- hæfi seinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar og innlendar skuldbind- ingar í Baa1 úr A1 eða um 4 þrep. Lánshæfi seinkunnin fyrir skamm- tímaskuldbindingar var lækkuð í P-2 úr P-1 eða um eitt þrep. Horfur voru áfram neikvæðar. Samhliða þessari tilkynningu kom fram að með þessari lækkun hefði matsfyrirtækið lokið skoðun sinni (e. review) frá 8. október sl. en þá var tilkynnt að lánshæfi smatið gæti hugsanlega lækkað. Hinn 5. desember heimilaði Alþingi ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga um fjárhagslega aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hinn 5. desember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um húsnæðis- mál. Samkvæmt lögunum er nú heimilt að lengja lánstíma lána vegna greiðsluerfi ðleika í allt að 30 ár í stað 15 ára og hámarkslánstími hjá Íbúðalánasjóði er lengdur úr 55 árum í 70 ár. Hinn 6. desember veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Landsbanka Íslands hf. heimild til greiðslustöðvunar. Hinn 11. desember voru samþykkt lög um 12,5% hækkun áfengis- og tóbaksgjalds, olíu- og kílómetragjalds auk bifreiðagjalda og vörugjalda. Hinn 12. desember samþykkti Alþingi lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna árið 2008. Samkvæmt lögunum er sérstakri rannsóknarnefnd falið að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls bankanna og tengdra atburða. Þá skal hún leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.