Peningamál - 01.05.2009, Page 10

Peningamál - 01.05.2009, Page 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 10 meðan á endurskipulagningunni stendur. Peningastefnunefnd Seðla- bankans stendur því frammi fyrir erfiðum kostum. Með því að lækka stýrivexti í tiltölulega litlum en tíðum skrefum gefst tækifæri á að fylgj- ast með viðbrögðum gjaldeyrismarkaðarins við hverri lækkun. Horfur eru á að áfram verði hægt að draga úr peningalegu aðhaldi. Umfangi stýrivaxtalækkana eru þó settar skorður af horfum um hjöðnun verðbólgunnar og óvissu um erlenda skuldastöðu þjóð- arbúsins. Trúverðug áætlun um aðhald í ríkisfjármálum og endurupp- byggingu fjármálakerfisins er sömuleiðis mikilvægur áhrifaþáttur á hve ört verður hægt að slaka á peningalegu aðhaldi. Fjármálakreppan dregur úr virkni peningastefnunnar Vegna fjármálakreppunnar hefur lánsfjármyndun og verðlagning lánsfjár að miklu leyti farið úr skorðum. Það hefur dregið úr áhrifum stýrivaxta á aðra vexti og á fjármálamarkaði almennt. Í kjölfar fjár- málakreppu auka ennfremur heimili og fyrirtæki yfirleitt sparnað og vinda ofan af efnahagsreikningum sínum. Við það að miðlunarhlut- verk fjármálakerfisins fór úr skorðum og vegna lánsfjárkreppunnar sem fylgdi í kjölfarið dró úr getu peningastefnunnar til að styðja við efnahagsbatann. Í spánni nú er gert ráð fyrir að miðlun peningastefn- unnar færist smám saman í eðlilegt horf frá og með miðju ári 2010. Árangursrík peningastefna er háð því að það takist að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu Traust kjölfesta fyrir verðbólguvæntingar er forsenda þess að hægt sé að draga úr sveiflum í framleiðslu og atvinnu. Ljóst er af nýlegum atburðum á Íslandi að lítið traust á peningastefnuna hefur hindrað Seðla bankann í því að draga úr peningalegu aðhaldi eins hratt og ann- ars hefði verið æskilegt. Traust kjölfesta verðbólguvæntinga er ekki síður mikilvæg í kjölfar kreppunnar en fyrir hana því að hún stuðlar að því að áhrif slökunar á peningalegu aðhaldi miðlist út í langtímavexti og dragi þannig úr lántökukostnaði. Þótt gengisstöðugleiki sé tímabundið markmið peningastefnunn- ar nú er langtímamarkmiðið eftir sem áður að skapa verðbólguvænt- ingum kjölfestu með því að stuðla að lítilli og stöðugri verðbólgu. Til að svo megi verða mun Seðlabankinn byggja á verðbólgumarkmiðinu þegar fjármálakerfið verður að fullu starfhæft að nýju, nema ákvörðun verði tekin um annað. Bankinn mun endurskoða framkvæmd stefn- unnar innan ramma verðbólgu markmiðsins með það að markmiði að bæta árangur hennar í framtíðinni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Verðbólga - fráviksdæmi % Grunnspá Fráviksdæmi með hagstæðari þróun Fráviksdæmi með óhagstæðari þróun Verðbólgumarkmið -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 201120092008 ‘122010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.