Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 27 Möguleg yfirtaka Íbúðalánasjóðs á íbúðalánum bankanna hefur einnig skapað óvissu þar sem ekki liggur fyrir í hve miklum mæli þeir munu nýta sér það úrræði, auk þess sem upplýsingar skortir um hversu stór hluti íbúðalánasafnsins sem mögulega yrði færður hafi verið fjármagn- aður. Frá útgáfu Peningamála í nóvember sl. hefur ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa farið lækkandi, enda hafa verðbólgu- væntingar sem og mæld verðbólga lækkað og stýrivextir sömuleiðis. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa hefur hins vegar hækkað frá útgáfu síðustu Peningamála en það má að stórum hluta rekja til lækk- andi verðbólguvæntinga (sjá einnig umfjöllun í kafla VIII). Vaxtaferillinn bendir til þess að markaðsaðilar vænti áframhaldandi lækkunar vaxta Út frá framvirkum vöxtum á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum má álykta að síðustu stýrivaxtalækkanir hafi verið í takt við væntingar markaðsaðila, enda hliðraðist ferillinn allur niður á við en lögun hans breyttist lítið. Niðurhallandi ferill endurspeglar væntingar markaðs- aðila um frekari stýrivaxtalækkanir en vegna þeirrar óvissu sem rakin er hér að ofan er erfitt að túlka nákvæmlega hversu mikilla lækkana er vænst. Töluverð aukning innlána ... Fyrstu tvo mánuðina eftir hrun bankakerfisins jukust innlán um rúm- lega 19%.2 Heldur hefur dregið úr þeim á ný enda hefur staða heimila og fyrirtækja versnað, m.a. vegna hækkandi greiðslubyrðar lána og minnkandi atvinnu. Frá septemberlokum til loka febrúar nam inn- lánaaukning bankakerfisins þó rúmlega 15% eða rúmlega 216 ma.kr. Aukninguna má að stórum hluta rekja til fjögurra þátta: Í fyrsta lagi má áætla að innlán hafi aukist um rúmlega 100 ma.kr. vegna útgreiðslna úr verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum eftir að þeim var lokað. Hér er því um tilfærslu milli eignaflokka að ræða fremur en hreina aukningu heildarinnlána. Í öðru lagi hafa innlán aukist vegna flótta í örugga fjárfestingu, sem kemur m.a. fram í minnkandi útgáfu fyrirtækjaskuldabréfa sökum þess að dregið hefur úr eftirspurn. Þegar þróun peningamagns er skoðuð þarf á sama hátt að taka tillit til þess að ólíklegt er að slík til- færsla auki aðgang fyrirtækja að lánsfé þar sem framboð lánsfjár úr bankakerfinu hefur ekki aukist sem því nemur, eins og rakið er hér að neðan. Neyðarlögin, sem gerðu innstæður rétthærri en áður, og loforð ríkisstjórnarinnar um fulla tryggingu innstæðna í innlendum útibúum bankanna hafa orðið til þess að draga fjármagn frá fyrirtækjaskulda- bréfamarkaðnum í innlán. Þriðja ástæða þessarar miklu aukningar innlána er sú að ekki er lengur heimilt að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Fjármagni hefur því verið beint í hefðbundin innlán. Framboð fjárfestingarkosta hefur einnig minnkað vegna hruns hlutabréfamarkaðarins og afskráningar fyrirtækja. 2. Fyrir nýju bankana er miðað við bráðabirgðatölur. % Mynd III-12 Framvirkir vextir á fjármálamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 12.3.2009 19.3.2009 26.3.2009 1.4.2009 6 8 10 12 14 16 201120102009 8.4.2009 15.4.2009 Ma.kr. Mynd III-13 Innlán bankakerfisins - innlendir aðilar1 Mánaðarlegar tölur janúar 2007 - febrúar 2009 1. Fyrir nýju bankana er um bráðabirgðatölur að ræða. Heimild: Seðlabanki Íslands. 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 ‘0920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.