Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 61
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
61
verðbólgu. Niðurstaðan kemur e.t.v. ekki á óvart þegar litið er til þess
að síðustu ár hefur dunið yfir þjóðarbúskapinn hver eftirspurnarskell-
urinn á fætur öðrum sem erfitt var að sjá fyrir. Spár sjö til átta ársfjórð-
unga fram í tímann koma betur út en spár þrjá til sex fjórðunga fram
í tímann. Í 33-40% tilfella er verðbólgan innan 90% óvissubilsins, en
aðeins í 9-25% tilfella þegar spáð er þrjá til sex ársfjórðunga fram í
tímann.
Tafla 3 varpar ljósi á hversu oft verðbólga hefur verið innan
óvissubils spárinnar, annars vegar fjóra og hins vegar átta ársfjórð-
unga fram í tímann. Ef úrtak verðbólguspáa væri nægilega stórt mætti
vænta þess að helmingur spánna yrði innan 50% óvissubils, þrír fjórðu
innan 75% óvissubils og níu af hverjum tíu innan 90% óvissubils lík-
indadreifingarinnar. Samanburður á dreifingu spáskekkja við gefna
líkindadreifingu leiðir í ljós að hin raunverulegu hlutföll eru heldur
lægri þegar horft er til verðbólguspáa Seðlabankans fjóra og átta árs-
fjórðunga fram í tímann.
Af tuttugu og fjórum spám sem ná eitt ár fram í tímann eru
einungis sex innan 50% óvissubils (25% tilvika). Tíu mælingar liggja
innan 75% óvissubilsins (42% tilvika) og þrettán innan 90% óvissubils
(54% tilvika). Verðbólga var því iðulega mun meiri en talið var líklegt.
Annaðhvort var því sjálf grunnspáin fjarri lagi eða óvissan í spánum
vanmetin. Rétt er að hafa í huga að lengi vel voru spárnar byggðar
á þeim forsendum að stýrivextir og gengi krónunnar væru óbreytt. Í
sumum tilfellum hefði sú forsenda þó átt að leiða til ofmats en ekki
vanmats á verðbólgu.
Eins og áður segir er að jafnaði erfiðara að spá fyrir um verð-
bólgu langt fram í tímann. Það endurspeglast í víðara óvissubili
verðbólgu. Af spánum tuttugu og tveimur sem ná tvö ár fram í tímann
eru sjö innan 50% óvissubilsins (32% tilvika), þrettán innan 75% bils-
ins (59% tilvika) og sextán innan 90% óvissubils (73% tilvika). Spár
átta ársfjórðunga fram í tímann líta þannig út fyrir að vera talsvert
betri en spár fjóra ársfjórðunga fram í tímann, en hafa ber í huga að
óvissubilið er að jafnaði helmingi víðara þegar spáin nær tvö ár fram í
tímann en eitt ár fram í tímann. Ef um er að ræða spár með peninga-
stefnuviðbrögðum ættu áhrifin að vera að mestu komin fram á átta
ársfjórðungum fram í tímann. Skekkjur í spám seðlabanka sem rekur
verðbólgumarkmið með árangursríkum hætti ættu því ekki að vera
kerfisbundnar.
Frammistaða ýmissa líkana við að spá verðbólgu
Erfitt er að spá fyrir um verðbólgu til skamms tíma litið. Við gerð þjóð-
hagsspár Seðlabankans er verðbólga einn og tvo ársfjórðunga fram í
Fjöldi mælinga 50% 75% 90%
Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 24 6 (25%) 10 (42%) 13 (54%)
Átta ársfjórðungar fram í tímann 22 7 (32%) 13 (59%) 16 (73%)
Tafl a 3 Dreifi ng mældrar verðbólgu með tilliti til verðbólguspár frá
2. ársfj. 20012
2. Í Peningamálum 2004/1 og 2004/3 var einungis birt punktspá. Því er um 24 mælingar að
ræða í töfl u 3 samanborið við 26 í töfl u 2.
Mynd 4
Óvissubil verðbólguspáa
og mæld verðbólga frá 2005/1
Ársfjórðungar fram í tímann
90% óvissubil
75% óvissubil
50% óvissubil
Líklegasta útkoman
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
2
2
2
9
0 1 2 3 4 5 6 7 8 9
55 8 8 8 6