Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 14 hefur dregist saman og er Japan mest áberandi dæmi þess. Vegna þess hve alvarleg og samþætt núverandi niðursveifla er hafa lönd sem byggja hagvöxt sinn einkum á því að framleiða útflutningsvörur, eins og Japan og Þýskaland, orðið fyrir mestum framleiðslusamdrætti. Nýmarkaðs- og þróunarríki hafa verið sérstaklega háð innstreymi fjár- magns og alþjóðaviðskiptum sem hafa blómstrað á undanförnum árum. Fjármálakreppan og heimssamdráttur hafa valdið umskiptum á þessum tveimur sviðum og hafa því komið sérlega illa niður á þessum ríkjum. Allar fyrri vonir um að nýmarkaðs- og þróunarríki myndu ekki dragast inn í efnahagslægðina og gætu þar með haldið uppi eftirspurn í heim- inum og skapað skilyrði fyrir útflutningsdrifinn efnahagsbata hafa brost- ið. Alþjóðaviðskiptastofnunin spáði nýlega 9% samdrætti í alþjóðavið- skiptum á þessu ári. Ef sú spá rætist væri það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem heimsviðskipti dragast saman. Í nýrri spá OECD er gert ráð fyrir 13% samdrætti í alþjóðaviðskiptum á þessu ári og u.þ.b. 11% sam- drætti í innflutningi helstu viðskiptalanda Íslands. Þessi hraði viðsnún- ingur í alþjóðaviðskiptum endurspeglar alvarleika heimskreppunnar og minnkandi lánsfjárframboð sem henni fylgir sem er forsenda eðlilegra milliríkjaviðskipta. Hann endur speglar einnig hve hratt fjármálakreppan berst milli ríkja í gegnum sífellt nánari viðskiptatengsl. Fjármálakreppan í heiminum hefur valdið talsverðu umróti á hrávöru- mörkuðum almennt og sérstaklega á mörkuðum með jarðmálma. Verðið á helstu jarðmálmum hækkaði mjög hratt á fyrra helmingi síðasta árs, álverð dróst aftur úr og náði hámarki í júlí s.l. þegar það var 3.300 Bandaríkjadalir á hvert tonn. S.l. haust snarféll verðið og í lok árs hafði það lækkað um 50% frá því það var hæst í júlí. Áhrifi n af fjármálakreppunni í heiminum eru tvíþætt; í fyrsta lagi varð minni aðgangur vogunarsjóða og hrávörukaupmanna að fjármagni til þess að þeir drógu sig að nokkru marki í hlé á mörkuðum með málma. Á hinn bóginn hefur vaxandi samdráttur í heimsbúskapnum, sér- staklega í byggingar- og bílaiðnaðinum þar sem notað er mikið af áli, leitt til minnkandi eftirspurnar eftir áli. Undirliggjandi grunnforsendur munu eftir sem áður ráða mestu um verðþróunina á næstu mánuðum. Mjög hægðist á aukningu eft- irspurnar í heiminum árið 2008 og eftirspurnin jókst um u.þ.b. 2% á því ári í stað 10% árið 2007. Spáð er um 3-4% samdrætti í heim- inum árið 2009 samkvæmt greiningum á hrávörumarkaðinum.1 Framleiðslan hefur á hinn bóginn aukist verulega á síðustu árum eða um 12% árið 2007 og rífl ega 5% á síðasta ári. Framleiðsluaukn- ingin, sem hefur að mestu verið í Kína, hefur verið meiri en aukn- ing eftirspurnar á síðari árum. Framleiðslugetan hefur aukist hratt á undanförnum árum en á meðan hefur eftirspurn vaxið hægar. Þetta hefur leitt til aukins ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar og útkoman er sú að birgðir hafa skyndilega hlaðist upp í heiminum. Birgðatölur hjá LME (London Metal Exchange) voru 1 millj- ón tonn á fyrsta helmingi ársins 2008 en hækkuðu hratt frá miðju ári 2008 og námu 3,7 milljónum tonna um miðjan apríl. En gert er ráð fyrir að ársnotkun sé um 23 milljón tonn í vestrænum iðnríkj- um. Þegar þessi birgðastaða er metin með hliðsjón af notkun námu birgðirnar á fyrsta helmingi ársins 2008 2,5 vikna notkun en um miðjan apríl 8 vikna notkun. Það er því víxlverkun minnkandi eft- irspurnar og mikillar birgðasöfnunar sem hefur þrýst niður verðinu undanfarna átta mánuði. Rammagrein II-1 Horfur um álverð 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Skyggða svæðið sýnir hæsta og lægsta gildi í spám greiningaraðila. Heimildir: Danske Bank, Deutche Bank, LME, Seðlabanki Íslands. $/tonn Mynd 1 Álverð Álverð Hæsta og lægsta verð 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 2.600 2.800 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Commodity Monthly, Danske Bank, April 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.