Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
42
Áætlað er að erlendir ríkisborgarar hafi verið í kringum 11%
af vinnuaflinu árið 2008. Atvinnuleysistölur sýna að hlutfall erlendra
ríkisborgara meðal atvinnulausra er hærra en hlutfall þeirra af vinnu-
aflinu, en það skýrist af því að þeir voru hlutfallslega fleiri í þeim
atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti af völdum kreppunnar, þ.e.
byggingariðnaðinum og þjónustugreinunum.
... sem og íslenskir ríkisborgarar
Það hefur endurspeglað sveigjanleika íslenska vinnumarkaðarins í
áranna rás að íslenskir ríkisborgarar hafa flust til og frá landinu eftir því
hvernig árar. Ólíklegt er að þetta einkenni verði eins áberandi nú eins
og í fyrri niðursveiflum þar sem heimskreppan mun hafa svipuð áhrif
á eftirspurn eftir íslenskum og erlendum ríkisborgurum.
Fjórðungur fyrirtækja vill enn fækka starfsfólki
Væntingar almennings um atvinnuástandið hafa glæðst undanfarna
mánuði samkvæmt væntingavísitölu Gallup, eftir að hafa náð lágmarki
í janúar sl. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við niðurstöður við-
horfskönnunar sem Capacent Gallup gerði í mars meðal 400 stærstu
fyrirtækja landsins sem gefur vísbendingu um að vinnumarkaðurinn
eigi enn eftir að veikjast. Tæpur fjórðungur fyrirtækjanna ætlar enn
að fækka starfsfólki, í samanburði við ríflegan helming í könnuninni í
desember 2008. Flest fyrirtæki virðast þegar hafa gert nauðsynlegar
breytingar á starfsmannafjölda, þar sem 64% ætla að halda óbreytt-
um fjölda starfsfólks, sem er fjölgun úr 40% í síðustu könnuninni í
desember. Rétt tæpur fjórðungur fyrirtækja á stór-Reykjavíkursvæð-
inu lýsti áhuga á að fækka starfsfólki, en rúmlega helmingi færri á
landsbyggðinni. Mesta breytingin á ráðningaráformum var í bygging-
ariðnaðinum þar sem fimmtungur fyrirtækjanna vill nú ráða starfsfólk,
andstætt 5% í desember.
Atvinnuleysi kann enn að aukast verulega
Hröð aukning atvinnuleysis er í samræmi við janúarspána. Enda þótt
hægt hafi nokkuð á atvinnuleysisskráningu seinni hluta marsmánaðar
er því spáð nú í ljósi versnandi efnahagshorfa að atvinnuleysi haldi
áfram að aukast á næstu misserum og verði um 11% frá upphafi
næsta árs og haldist svipað þar til á fyrri hluta ársins 2011, minnki
síðan smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast en verði áfram
vel yfir jafnvægisstigi allt spátímabilið.
Þrýstingur til lækkunar launa
Eins og rætt var hér að framan benda atvinnuleysistölur og niðurstöður
vinnumarkaðskönnunarinnar til þess að fólk sem hefur misst vinnuna
fari hvorki af vinnumarkaðnum né flytjist úr landi í neinum mæli. Þar
sem minna framboð vinnuafls vegur ekki upp á móti minni eftirspurn
ætti þrýstingur til lækkunar launa að vera talsverður. Nafnlaun, eins
og þau eru mæld út frá launavísitölu Hagstofu Íslands, virðast þó ekki
hafa breyst til samræmis við þetta. Vissulega kom fram lækkun (0,6%)
nafnlauna milli mánaða í launavísitölu nóvembermánaðar í fyrsta sinn
í tuttugu ára sögu launavísitölunnar. Ennfremur lækkuðu nafnlaun á
almennum vinnumarkaði um 0,5% milli fjórðunga á síðasta fjórðungi
Heimild: Capacent Gallup.
Mynd VI-4
Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða
fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum
%
Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum
Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum
0
10
20
30
40
50
60
‘09200820072006‘05‘04‘03‘02
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
1. Grunnspá Seðlabankans 1.ársfj. 2009 - 1.ársfj. 2012.
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-5
Atvinnuleysi1
% af mannafla
Atvinnuleysi
Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-6
Atvinnuleysi
Breyting á atvinnuleysi (h. ás)
Fullt atvinnuleysi (v. ás)
Atvinnuleysi (v. ás)
Prósentur% af mannafla
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
20092008