Peningamál - 01.05.2009, Síða 11

Peningamál - 01.05.2009, Síða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 11 II Ytri skilyrði og útflutningur Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa farið stöðugt versnandi frá árslokum 2008. Áhrif fjármálakreppunnar hafa komið fram í raunhagkerfinu með minnkandi neyslu og framleiðslu. Efnahagslægð sem hefur orðið sam- tímis um allan heim hefur leitt til lækkandi hrávöruverðs og minnkandi verðbólgu og einnig átt sinn þátt í lækkandi hlutabréfaverði. Veruleg röskun á framboði lausafjár til fjármögnunar milliríkjaviðskipta hefur haft skaðleg áhrif á alþjóðaviðskipti. Í stað ótta við aukna verðbólgu samfara samdráttarskeiði á síðasta ári óttast menn nú verðhjöðnun. Í sumum ríkjum, t.d. á Írlandi, í Japan og Bandaríkjunum, hefur verðlag þegar lækkað milli ára, en í öðrum, t.d. á evrusvæðinu, er verðbólga nálægt núlli. Vegna versnandi horfa í heimsbúskapnum er meiri óvissa um útflutningsdrifinn efnahagsbata á Íslandi. Ennfremur lækkar verð á helstu útflutningsafurðum og því munu viðskiptakjör versna. Lægra raungengi mun þó að nokkru bæta þetta upp þar sem samkeppnis- staða útflutningsatvinnuveganna hefur batnað. Djúp efnahagslægð samtímis um allan heim ... Frá útgáfu Peningamála í janúar hafa efnahagshorfur í heiminum versnað til muna. Heimsbúskapurinn er í djúpri efnahagslægð og allar vonir um að nýmarkaðs- og þróunarríki kæmust hjá niðursveiflunni hafa gufað upp. Fjölmörg ríki hafa snúið sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótt um neyðaraðstoð. Framleiðsla dróst saman milli ára í flestum stærri iðnríkjum á síð- asta fjórðungi ársins 2008, allt frá 0,8% í Bandaríkjunum og nálægt 2% á evrusvæðinu og í Bretlandi til hvorki meira né minna en 4,6% í Japan. Svipaður samdráttur varð einnig á Norðurlöndum, á bilinu 2,4% í Finnlandi til 4,9% í Svíþjóð. Undantekningin er Noregur þótt hagvöxtur væri aðeins 0,4% á síðasta fjórðungi ársins 2008 miðað við sama tíma árið áður. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst verg lands- framleiðsla í Bandaríkjunum enn frekar saman, eða um 2,6%, og eins í Bretlandi, en þar var samdrátturinn 4,1%. Haldið er áfram að endurskoða spár fyrir þetta ár niður á við og horfur eru á því að samdrátturinn magnist. Þess er vænst að lands- framleiðsla í OECD-löndunum í heild dragist saman í fyrsta sinn frá því í síðari heimsstyrjöldinni, en að heimsframleiðslan, eins og OECD skilgreinir hana, dragist saman um 2,7% árið 2009. Samkvæmt skil- greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á samdráttarskeiði, þ.e. minni vöxtur heimsframleiðslu en 3% á ári, er slíkt samdráttarskeið hafið. Í spá OECD er gert ráð fyrir að heimsframleiðslan taki smám saman aftur við sér árið 2010. Meðal helstu viðskiptalanda Íslands verður samdrátturinn enn meiri eða 4,4% í ár. Samkvæmt spá OECD verða afleiðingar þessa samdráttarskeiðs þó ekki eins í öllum löndum. Þess er vænst að Japan verði einna verst úti þar sem framleiðsla muni dragast saman um 6,6% í ár og 0,5% 2010. Önnur stór hagkerfi innan OECD eru ekki langt á eftir, þar sem búist er við að framleiðsla í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæð- inu dragist saman um u.þ.b. 4% í ár. Þess er vænst að framleiðsla í þessum löndum verði álíka mikil á næsta ári og í ár. Heimild: Reuters EcoWin. Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -6 -4 -2 0 2 4 6 200820072006200520042003 Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-2 Hagvaxtarspár fyrir 2009 Súlurnar sýna hvenær spáin er gerð Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) 2008 1. ársfj. 2008 2. ársfj. 2008 3. ársfj. -8 -6 -4 -2 0 2 4 JapanEvrusvæðiðBandaríkin 2008 4. ársfj. 2009 1. ársfj. Apríl 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.