Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
9
og að enn eigi eftir að skapa þeim trausta kjölfestu. Með hliðsjón af
veikum vinnu- og vörumarkaði um þessar mundir er þó ólíklegt að
þetta feli í sér verulega hættu á annarrar umferðar áhrifum.
Nokkrar líkur eru á tímabundinni verðhjöðnun á næsta ári ef
gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt. Langvarandi verðhjöðnun er
hins vegar mjög ólíkleg. Núverandi stýrivaxtastig gefur verulegt svig-
rúm til lækkunar vaxta ef hætta skapast á langvarandi verðhjöðnun. Í
ljósi þess hve þjóðarbúskapurinn er opinn fyrir alþjóðaviðskiptum og
áhættuálag ofan á eignir í íslenskum krónum er hátt myndi slík slökun
aðhalds væntanlega veikja krónuna og koma verðbólgunni aftur upp
fyrir núllið. Með tilliti til þess hve stór hluti af innlendum fjárskuldbind-
ingum er verðtryggður myndi verðhjöðnunarskeið heldur ekki leiða
til þyngri raunskuldabyrði, eins og það mundi gera í löndum þar sem
fjárskuldbindingar með föstum nafnvöxtum eru algengari.
Efnahagshorfur óvissar
Grunnspáin endurspeglar mat sérfræðinga Seðlabankans á líklegustu
framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Afar mikil óvissa er hins
vegar um þróunina.
Á myndum I-11 og I-12 eru bornar saman grunnspáin fyrir hag-
vöxt og verðbólgu, með tveimur fráviksferlum sem byggjast á ólíkum
forsendum um þróun heimsbúskaparins, enduruppbyggingu efnahags
heimila og fyrirtækja og endurskipulagningu bankakerfisins.
Í fyrra fráviksdæminu er alþjóðlega efnahagskreppan langvinnari
en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Samdráttur alþjóðaviðskipta verður
því meiri og eftirspurn eftir útflutningsvörum frá Íslandi dregst meira
saman. Þetta mun gerast samfara því að gengi krónunnar lækkar enn
meira en í grunnspánni. Jafnframt er gert ráð fyrir því að efnahags-
batinn innanlands verði enn hægari. Samdrátturinn verður því meiri
og langærri en í grunnspánni og mun hugsanlega hafa í för með sér
fleiri gjaldþrot fyrirtækja, kostnaðarsamari aðlögun atvinnugreina og
meira og þrálátara atvinnuleysi. Í þessu dæmi verður verðbólguhjöðn-
unin enn meiri en í grunnspánni, þótt veikara gengi krónunnar dragi
nokkuð úr áhrifum samdráttarins á verðbólgu.
Í síðara fráviksdæminu er dregin upp jákvæðari mynd. Þar er
gengið út frá því að heimsbúskapurinn og íslenski þjóðarbúskap-
urinn nái sér hraðar á strik en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í þessu
fráviksdæmi er samdráttur landsframleiðslu á þessu ári svipaður og
í grunnspánni, en batinn er hins vegar hraðari. Gengi krónunnar er
heldur sterkara en í grunnspánni og vinnur því gegn meiri verðbólgu-
þrýstingi sem stafar af hraðari efnahagsbata.
Dregið hefur verið úr peningalegu aðhaldi en erfitt úrlausnarefni
bíður peningastefnunnar
Frá útgáfu Peningamála 2009/1 í janúar hafa stýrivextir verið lækkaðir
um alls 2,5 prósentur í 15,5%; fyrst um 1 prósentu 19. mars og síðan
um 1,5 prósentur 8. apríl.
Þegar hefur því verið dregið úr aðhaldi í peningamálum þótt þau
skref sem hafa verið stigin hafi einkennst af varkárni. Snarpur samdrátt-
ur í þjóðarbúskapnum kallar á að skjótt verði dregið úr peningalegu
aðhaldi. Á hinn bóginn er mikilvægt að stuðla að gengis stöðugleika
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd I-9
Gengi evru - samanburður við PM 2009/1
Kr./evra
PM 2009/2
PM 2009/1
80
90
100
110
120
130
140
150
160
170
‘1220112010200920082007
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-10
Verðbólga - samanburður við PM 2009/1
%
PM 2009/2
PM 2009/1
Verðbólgumarkmið
-5
0
5
10
15
20
‘1220112010200920082007
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-11
Hagvöxtur - fráviksdæmi
%
Grunnspá
Fráviksdæmi með hagstæðari þróun
Fráviksdæmi með óhagstæðari þróun
-20
-15
-10
-5
0
5
10
‘122011201020092008