Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 7 Gengisstöðugleiki mikilvæg forsenda efnahagsbata Í þessu ljósi hefur meginviðfangsefni efnahagsstefnunnar í kjölfar hrunsins verið að stuðla að gengisstöðugleika og hamla frekari gengis- lækkun krónunnar. Stefnan miðar þó ekki að því að verja ákveðið gengisstig, heldur hefur verið leitast við að draga úr óhóflegum geng- issveiflum og vinna á móti gjaldeyrisútstreymi sem leitt gæti til óhóf- legrar gengislækkunar. Stefnan ver þannig viðkvæma efnahagsreikn- inga innlendra aðila meðan á endurskipulagningu þeirra stendur. Við núverandi aðstæður er ekki síður mikilvægt að hamla frekari gengis- lækkun til að tryggja áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Til þess að styðja við gjaldmiðilinn og koma í veg fyrir fjár- magnsflótta hefur peningastefnan þurft að vera aðhaldssamari en ella. Tímabundin höft á fjármagnshreyfingar hafa þó gert peninga- stefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti bankans umtalsvert. Eigi að síður er ljóst að æskilegt væri að peningastefnan gæti stutt enn betur við efnahagsbatann. Svigrúmið til þess eykst takist að byggja upp nægilegt traust á peningastefnunni, ríkissjóði, greiðslugetu þjóð- arbúsins og þar með gjaldmiðli þjóðarinnar. Einnig eykst svigrúmið ef vægi gengisbundinna lána minnkar eins og gæti orðið raunin samfara yfirstandandi endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Rúm lausafjárstaða bankakerfisins breytir því hvernig peningastefnan hefur áhrif á vaxtamyndun Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar og viðbragða seðlabanka við henni varð lausafjárstaða fjármálakerfisins mjög rífleg víða um heim. Innlán bankakerfisins jukust vegna óvissu og flótta úr áhættumeiri fjárfestingarkostum, sérstaklega vegna þess að innlán voru að miklu leyti tryggð af stjórnvöldum. Útlán banka drógust hins vegar saman þegar þeir tóku að endurbyggja efnahagsreikninga sína. Lausafé safn- aðist því fyrir í bankakerfinu sem minnkaði þörf þess fyrir lausafjárfyr- irgreiðslu í seðlabönkum. Sama þróun átti sér stað hér á landi. Hún var jafnvel enn ýktari hér vegna þess hve umfangsmikið bankahrunið var. Millibankamarkaðurinn stöðvaðist t.d. nánast algerlega og verð hlutabréfa féll meira en víða annars staðar. Við aðstæður sem þessar ákvarða hefðbundnir stýrivextir seðla- banka, sem eru venjulega skammtímavextir á veðlánum eða endur- hverfum lánum frá seðlabönkum til fjármálafyrirtækja, ekki lengur jaðarkostnað skammtímafjármögnunar á markaði, heldur vextir á skammtímainnlánum seðlabanka. Þannig hefur það verið hér á landi frá því sl. vor. Vextir 7 daga veðlána bankans, sem nú eru 12%, eru því við núverandi aðstæður ekki góður mælikvarði á aðhaldsstig pen- ingastefnunnar. Aðhald peningastefnunnar ræðst fremur af innláns- vöxtum bankans, einkum vöxtum á viðskiptareikningum innlánsstofn- ana. Þeir eru nú 9,5%. Frá maímánuði hefur myndast það mikið lausafé í kerfinu að innlánsvextir í bankakerfinu eru orðnir lægri en vextir á innlánsreikn- ingum Seðlabankans. Það sama gerðist tímabundið fyrir skamm- tímamarkaðsvexti. Meðalávöxtun tekinna tilboða í ríkisvíxla fylgdi inn- lánsvöxtum Seðlabankans nokkuð náið þar til í maí en fór síðan langt undir þá vexti. Svipuð þróun varð á millibankavöxtum. Síðsumars voru þeir orðnir nokkru lægri en innlánsvextir Seðlabankans. Þótt lítil sem Mynd I-5 Gengi krónu gagnvart evru1 Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 3. nóvember 2009 Kr./evra Erlendis Innanlands1 1. Gengi innanlands er lokagengi dagsins. Heimild: Reuters. 2008 2009 50 100 150 200 250 300 350 Hlutfall Mynd I-6 Hlutfall heildareigna heimila af hreinum auði í árslok 20071 1. ÍSL: Ísland, NSL: Nýja-Sjáland, KAN: Kanada, ÁST: Ástralía, USA: Bandaríkin, BRE: Bretland, JAP: Japan, ÞÝS: Þýskaland, FRA: Frakk- land, ÍTA: Ítalía. Heimildir: OECD, Seðlabanki Ástralíu, Seðlabanki Nýja-Sjálands, Seðlabanki Íslands. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 ÍTAFRAÞÝSJAPBREUSAÁSTKANNSLÍSL % Mynd I-7 Hlutfall heildarskulda í erlendum gjaldmiðlum1 1. Tölur fyrir heimili og sveitarfélög eru í árslok 2008 en tölur fyrir fyrirtæki í júní 2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 SveitarfélögFyrirtækiHeimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.