Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 17

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 17 tíma árið áður, á meðan innflutningur dróst saman um 35%, mælt á föstu gengi. Því virðist sem innlend innflutningsfyrirtæki hafi þurft að staðgreiða vörur og þjónustu eða leita til banka með fjármögnun í meiri mæli en áður. Útflutningsfyrirtæki þurftu jafnframt að veita lengri greiðslufresti og afgreiðsla bankaábyrgða tók lengri tíma en áður. Verð áls og sjávarafurða mun lægra í ár Ál og sjávarafurðir eru mikilvægustu útflutningsgreinar Íslands. Þessi útflutningur nemur 80% vöruútflutnings á fyrstu átta mánuðum ársins. Álverð var undir miklum þrýstingi þegar bankakreppan stóð sem hæst á seinasta ári og féll um ríflega helming á seinni hluta árs- ins. Verðið tók að hækka á ný í apríl og um miðjan október var það 30% hærra en í ársbyrjun. Meðalverð ársins verður þó 36% lægra í ár en í fyrra. Er það aðeins minni lækkun en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Bæði framvirkt verð og spár greiningaraðila benda ótvírætt til þess að álverð muni hækka áfram á næstu árum. Í þessari útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir að það muni hækka um nærri fimmtung á næsta ári og um rúm 10% til viðbótar til ársins 2012. Álverð mun þó ekki ná svipuðum hæðum og á árunum 2006-2008. Álverin þrjú framleiða með fullum afköstum og hafa gert það frá því á miðju sl. ári. Framleiðsluaukningin í ár er um 5% og framleiðslan mun aukast aðeins lítillega á næstu tveimur árum eða um 2-3% á ári. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í Helguvíkurverksmiðjunni árið 2012 og að framleiðsluaukningin það ár nemi um 12%. Þetta eru svipaðar forsendur og í seinustu Peningamálum. Þá var gert ráð fyrir 3,5% framleiðsluaukningu á þessu ári, en nú er gert ráð fyrir 5% aukningu. Verð sjávarafurða, sérstaklega botnfiskafurða, tók að lækka á síð- asta fjórðungi í fyrra en hefur aftur farið hækkandi frá því í maí. Mesta lækkunin varð í verðmætustu afurðunum, t.d. ferskum og söltuðum þorskafurðum, en nær allar botnfiskafurðir lækkuðu í verði. Hafa verð- ur í huga að verðlag á ýmsum helstu sjávarafurðum frá Íslandi hafði hækkað mikið árin á undan. Gert er ráð fyrir því að verðlag sjávaraf- urða lækki í ár um 10% frá fyrra ári, sem er 2 prósentum minni lækkun en í síðustu spá. Reiknað er með 2,5% árlegri hækkun árin á eftir. Í grófum dráttum hefur verðþróun áls og sjávarafurða fylgt þróun hrá- vöruverðs í heiminum (mynd II-11), þótt sveiflurnar hafi verið minni. Matvælaverð á frumframleiðslustigi í heiminum tók að falla skarpt um mitt seinasta ár, þegar kaupmáttur neytenda dróst saman. Samband verðlags sjávarafurða og matvæla á frumframleiðslustigi (þ.e. hrávöru- vísitölu matvæla) er ekki eins skýrt, en hafa verður í huga að útfluttar sjávarafurðir eru unnar afurðir með tiltölulega hátt virðisaukastig.2 Viðskiptakjör hafa versnað Eins og sjá má á mynd II-13 eru helstu drifkraftar þróunar viðskipta- kjara ál- og sjávarafurðaverð á útflutningshlið og olíuverð og verð á 90 95 100 105 110 115 120 125 130 1.250 1.500 1.750 2.000 2.250 2.500 2.750 3.000 3.250 Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands. Jan. 1999 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli Verð sjávarafurða alls (v. ás) Álverð (h. ás) - Spá - $/tonn ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Heimildir: The Economist, Seðlabanki Íslands. Vísitala, janúar 2000 = 100 Mynd II-11 Hrávöruverð á heimsmarkaði og útflutningsverð Íslands Janúar 2000 - ágúst 2009 Öll hrávara án eldsneytis Útflutningsverð (ál og sjávarafurðir) 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 2. Flestar íslenskar botnfiskafurðir standa ofarlega í virðiskeðjunni eða mjög nálægt endanlegum neytendum. Aðeins fiskmjöl og lýsi geta talist til hreinna hrávara. Jafnframt er vaxandi hluti íslenskra botnfiskafurða hreinar neysluvörur. Verð á slíkum vörum er því ekki nærri eins sveiflukennt og verð á matvælum á frumframleiðslustigi. Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD. Vísitala, janúar 2001 = 100 Mynd II-12 Matvælaverð og verð sjávarafurða Janúar 2001 - ágúst 2009 Verð sjávarafurða Vísitala matvælaverðs á heimsvísu 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 200920082007200620052004200320022001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.