Peningamál - 01.11.2009, Page 17
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
17
tíma árið áður, á meðan innflutningur dróst saman um 35%, mælt
á föstu gengi. Því virðist sem innlend innflutningsfyrirtæki hafi þurft
að staðgreiða vörur og þjónustu eða leita til banka með fjármögnun
í meiri mæli en áður. Útflutningsfyrirtæki þurftu jafnframt að veita
lengri greiðslufresti og afgreiðsla bankaábyrgða tók lengri tíma en
áður.
Verð áls og sjávarafurða mun lægra í ár
Ál og sjávarafurðir eru mikilvægustu útflutningsgreinar Íslands. Þessi
útflutningur nemur 80% vöruútflutnings á fyrstu átta mánuðum
ársins. Álverð var undir miklum þrýstingi þegar bankakreppan stóð
sem hæst á seinasta ári og féll um ríflega helming á seinni hluta árs-
ins. Verðið tók að hækka á ný í apríl og um miðjan október var það
30% hærra en í ársbyrjun. Meðalverð ársins verður þó 36% lægra í
ár en í fyrra. Er það aðeins minni lækkun en gert var ráð fyrir í síðustu
Peningamálum. Bæði framvirkt verð og spár greiningaraðila benda
ótvírætt til þess að álverð muni hækka áfram á næstu árum. Í þessari
útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir að það muni hækka um nærri
fimmtung á næsta ári og um rúm 10% til viðbótar til ársins 2012.
Álverð mun þó ekki ná svipuðum hæðum og á árunum 2006-2008.
Álverin þrjú framleiða með fullum afköstum og hafa gert það frá
því á miðju sl. ári. Framleiðsluaukningin í ár er um 5% og framleiðslan
mun aukast aðeins lítillega á næstu tveimur árum eða um 2-3% á
ári. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í Helguvíkurverksmiðjunni
árið 2012 og að framleiðsluaukningin það ár nemi um 12%. Þetta
eru svipaðar forsendur og í seinustu Peningamálum. Þá var gert ráð
fyrir 3,5% framleiðsluaukningu á þessu ári, en nú er gert ráð fyrir 5%
aukningu.
Verð sjávarafurða, sérstaklega botnfiskafurða, tók að lækka á síð-
asta fjórðungi í fyrra en hefur aftur farið hækkandi frá því í maí. Mesta
lækkunin varð í verðmætustu afurðunum, t.d. ferskum og söltuðum
þorskafurðum, en nær allar botnfiskafurðir lækkuðu í verði. Hafa verð-
ur í huga að verðlag á ýmsum helstu sjávarafurðum frá Íslandi hafði
hækkað mikið árin á undan. Gert er ráð fyrir því að verðlag sjávaraf-
urða lækki í ár um 10% frá fyrra ári, sem er 2 prósentum minni lækkun
en í síðustu spá. Reiknað er með 2,5% árlegri hækkun árin á eftir. Í
grófum dráttum hefur verðþróun áls og sjávarafurða fylgt þróun hrá-
vöruverðs í heiminum (mynd II-11), þótt sveiflurnar hafi verið minni.
Matvælaverð á frumframleiðslustigi í heiminum tók að falla skarpt um
mitt seinasta ár, þegar kaupmáttur neytenda dróst saman. Samband
verðlags sjávarafurða og matvæla á frumframleiðslustigi (þ.e. hrávöru-
vísitölu matvæla) er ekki eins skýrt, en hafa verður í huga að útfluttar
sjávarafurðir eru unnar afurðir með tiltölulega hátt virðisaukastig.2
Viðskiptakjör hafa versnað
Eins og sjá má á mynd II-13 eru helstu drifkraftar þróunar viðskipta-
kjara ál- og sjávarafurðaverð á útflutningshlið og olíuverð og verð á
90
95
100
105
110
115
120
125
130
1.250
1.500
1.750
2.000
2.250
2.500
2.750
3.000
3.250
Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands.
Jan. 1999 = 100
Mynd II-10
Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli
Verð sjávarafurða alls (v. ás)
Álverð (h. ás)
- Spá -
$/tonn
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Heimildir: The Economist, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, janúar 2000 = 100
Mynd II-11
Hrávöruverð á heimsmarkaði
og útflutningsverð Íslands
Janúar 2000 - ágúst 2009
Öll hrávara án eldsneytis
Útflutningsverð (ál og sjávarafurðir)
80
100
120
140
160
180
200
220
240
260
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
2. Flestar íslenskar botnfiskafurðir standa ofarlega í virðiskeðjunni eða mjög nálægt
endanlegum neytendum. Aðeins fiskmjöl og lýsi geta talist til hreinna hrávara. Jafnframt er
vaxandi hluti íslenskra botnfiskafurða hreinar neysluvörur. Verð á slíkum vörum er því ekki
nærri eins sveiflukennt og verð á matvælum á frumframleiðslustigi.
Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD.
Vísitala, janúar 2001 = 100
Mynd II-12
Matvælaverð og verð sjávarafurða
Janúar 2001 - ágúst 2009
Verð sjávarafurða
Vísitala matvælaverðs á heimsvísu
70
80
90
100
110
120
130
140
150
160
200920082007200620052004200320022001