Peningamál - 01.11.2009, Síða 23

Peningamál - 01.11.2009, Síða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 23 kosta með ríkisábyrgð og hærri millibankavaxta og innlánsvaxta bank- anna. Ekki er þó víst að fjárfestar meti innlán í bönkum og fjárfestingu í ríkisbréfum jafngilda, þrátt fyrir að ríkisábyrgð sé á innstæðunum, eins og lesa má út úr mismun millibankavaxta og ríkisvíxlavaxta. Þessi vaxtamunur jókst víða um heim í kjölfar efnahagskreppunnar, eins og greint er frá í kafla II. Þar sem eftirmarkaður með ríkisvíxla er ekki til staðar er erfiðara að meta hvort þessi áhættuþóknun hafi þróast með svipuðum hætti hér á landi. Líklegt er hins vegar að fjárfestar meti þessa áhættu meiri en fyrir hrun. Hér á landi þarf einnig að taka mið af því að stór hluti eigenda ríkisbréfa eru erlendir aðilar sem ekki er heimilt að taka fé sitt úr landi sökum gjaldeyrishafta. Þessum aðilum er í mörgum tilvikum ekki heimilt að fjárfesta í innlánum bankanna. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað … Segja má að virkir stýrivextir Seðlabankans, sem fram á vormánuði voru vextir bankans á lánum gegn veði, en eru um þessar mund- ir vextir á viðskiptareikningum Seðlabankans, hafi frá því tímabil vaxtalækkunar hófst lækkað úr 18% í 9,5%. Því hefur dregið verulega úr aðhaldi peningastefnunnar á árinu. Þótt verðbólga hafi minnkað á sama tíma, hafa raunvextir bankans lækkað, hvort sem litið er til mældrar verðbólgu eða mismunandi vísbendinga um verðbólguvænt- ingar. … og einnig verðtryggðir langtímavextir Ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa hefur einnig lækkað nokkuð að undanförnu. Líklega má rekja það til takmarkaðs framboðs íbúða- bréfa, en svo virðist sem útgáfa þeirra verði minni en upphafleg útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs gaf til kynna og væntingar stóðu til um, enda útlán sjóðsins lítil. Einnig er óvissa um hvaða áhrif nýsamþykkt lög um aðgerðir fyrir einstaklinga og heimili, sem fela í sér víðtæka greiðslujöfnun á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila, munu hafa á útgáfur sjóðsins. Líklega mun meðallíftími útlánasafnsins lengj- ast og þörf á frekari útgáfum aukast. Til viðbótar má ætla að þær líkur sem fjárfestar telja vera á hugsanlegu greiðsluþroti ríkissjóðs hafi minnkað, m.a. með lyktum Icesave-deilunnar og minni líkum á lækk- un lánshæfismats ríkissjóðs. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur því lækkað, eins og fjallað er um hér að neðan.8 Ekki er heldur útilokað að slæm tryggingarfræðileg staða margra lífeyrissjóða eftir fjármálahrunið hafi beint þeim í auknum mæli að íbúðabréfum til að leitast við að laga stöðu sína fyrir árslokauppgjör og draga þannig að einhverju leyti úr mögulegri skerðingu lífeyrisréttinda. Óverðtryggðir skammtímavextir hækka en langtímavextir lækka Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur einnig lækkað í takti við lækkun vaxta Seðlabankans og lækkun verðtryggðu kröfunnar. Eins og á verðtryggða markaðnum, hefur mikil eftirspurn fjárfesta samhliða takmörkuðu framboði fjárfestingakosta orðið til þess að þrýsta niður ávöxtunarkröfunni. 8. Rétt er í þessu sambandi að undirstrika að íslensk stjórnvöld telja hættuna á greiðsluþroti algjörlega hverfandi miðað við núverandi aðstæður. Mynd III-6 Raunvextir Seðlabanka Íslands1 Maí 2002 - október 2009 ( í lok mánaðar) Raunstýrivextir m.v.: M.v. verðbólgu2 M.v. verðbólguálag ríkisbréfa3 M.v. verðbólguvæntingar almennings M.v. verðbólguvæntingar fyrirtækja 1. Frá og með apríl 2009 er miðað við innlánsvexti Seðlabankans sem virka stýrivexti. 2. Miðað við 12 mánaða verðbólgu. 3. Miðað við mismun á ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001 fram til júní 2004 og mismun á ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF 15 0914 frá júlí 2004. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % -5 0 5 10 15 2009200820072006200520042003‘02 % Mynd III-7 Ávöxtun verðtryggðra íbúðabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 30. október 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. HFF 150914 HFF 150224 HFF 150434 HFF 150644 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20082007 2009 % Mynd III-8 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 30. október 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 08 0613 RIKB 08 1212 RIKB 09 0612 RIKB 10 0317 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 200920082007 RIKB 13 0517 RIKB 10 1210 RIKB 19 0226

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.