Peningamál - 01.11.2009, Page 31

Peningamál - 01.11.2009, Page 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 31 halda að sér höndum að því er varðar stórtæka fjárfestingu þangað til að fjárhagslegt öryggi þeirra eflist á nýjan leik.6 Íbúðafjárfesting mun því haldast vel undir sögulegu meðaltali sínu þrátt fyrir nokkurn vöxt á árunum 2011 og 2012 (sjá mynd IV-13). Velta á fasteignamarkaði hefur verið afar takmörkuð og hlut- fall makaskipta hátt. Þetta hefur valdið vandkvæðum við mælingu íbúðaverðs (sjá rammagrein IV-1). Íbúðaverð hefur lækkað um 12-13% frá því að það náði hámarki að nafnvirði í janúar 2008. Að raunvirði nemur lækkunin um þriðjungi frá hæstu stöðu í október 2007. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að raunverð íbúðahúsnæðis muni halda áfram að lækka á næstu misserum. ... og staða fjölda fyrirtækja erfið Rekstrarvandi fyrirtækja hefur aukist vegna gengislækkunar krónunn- ar, hruns bankakerfisins og minnkandi eftirspurnar. Minna framboð lánsfjár, hækkun skulda, þyngri greiðslubyrði og samdráttur tekna hefur komið illa niður á skuldsettum fyrirtækjum sem reiða sig á utan- aðkomandi fjármögnun. Fyrirtæki í þeim geirum sem helst nutu góðs af uppsveiflunni, t.d. í fasteignaviðskiptum, byggingariðnaði og inn- flutningi varanlegs neysluvarnings, hafa orðið einna verst úti. Vanskil hafa aukist, gjaldþrotum fjölgað (sjá mynd IV-14). Mörg fyrirtækja er kominn í hendur viðskiptabankanna. Verið er að endurskipuleggja skuldir og breyta rekstri fjölda fyrirtækja í samstarfi við lánardrottna. Rúmlega helmingur fyrirtækja er eingöngu með skuldir í krónum og hlutfallið mun líklega hækka næstu misserin ... Fyrir bankahrunið voru u.þ.b. 70% af heildarskuldum íslenskra fyr- irtækja í erlendum gjaldmiðli. Þetta er töluvert hátt hlutfall en meira máli skiptir hvernig þær skuldir dreifast og hversu hátt hlutfall fyrir- tækja með skuldir í erlendum gjaldmiðli hafa ekki gjaldeyristekjur til þess að standa undir greiðslubyrði af skuldunum. Þannig var hlutfall fyrirtækja með skuldir í erlendum gjaldmiðlum nokkru lægra, eða tæplega helmingur.7 Flest stór og meðalstór fyrirtæki eru þó með gengisbundin lán og flest fyrirtæki sem eru eingöngu með lán í krónum eru lítil. Vegna þess að líftími lána í erlendum gjaldmiðli er almennt stuttur og aðgengi að erlendu lánsfé takmarkað er líklegt að hlutfall fyrirtækja með gengis- tryggð lán lækki næstu misserin. Fyrirtæki með gjaldeyristekjur munu þó áfram geta varið gjaldmiðlaáhættu hafi þau aðgang að gengis- tryggðum lánum. ... sem þýðir að áhrif peningastefnunnar á stöðu fyrirtækja eru meiri en ætla mætti út frá heildartölum um hlutfall erlendra lána Mikil skuldsetning í erlendum gjaldmiðlum þýðir að áhrif pen- ingastefnunnar á stöðu fyrirtækja verða minni en ella. Í uppsveiflunni komust mörg fyrirtæki hjá auknu peningalegu aðhaldi með lántöku 6. Í könnun Capacent Gallup frá því í lok september kemur fram að innan við 3% svarenda telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni fjárfesta í íbúðarhúsnæði á næstu sex mán- uðum. 7. Nánari umfjöllun um niðurstöður greiningar Seðlabanka Íslands á stöðu fyrirtækja má nálg- ast í kafla 2.2. í Fjármálastöðugleika 2009. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-13 Hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu og íbúðaverð að raunvirði 2000-20121 Frávik frá langtímameðaltali Íbúðaverð (h. ás) Íbúðafjárfesting (v. ás) -4,0 -3,5 -3,0 -2,5 -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd IV-14 Gjaldþrot fyrirtækja og framlag atvinnugeira 1. ársfj. 2008 - 3. ársfj. 2009 Gjaldþrot alls Heild- og smásöluverslun Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Framleiðsla Fasteignaviðskipti Aðrar greinar -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 20092008

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.