Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 31

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 31 halda að sér höndum að því er varðar stórtæka fjárfestingu þangað til að fjárhagslegt öryggi þeirra eflist á nýjan leik.6 Íbúðafjárfesting mun því haldast vel undir sögulegu meðaltali sínu þrátt fyrir nokkurn vöxt á árunum 2011 og 2012 (sjá mynd IV-13). Velta á fasteignamarkaði hefur verið afar takmörkuð og hlut- fall makaskipta hátt. Þetta hefur valdið vandkvæðum við mælingu íbúðaverðs (sjá rammagrein IV-1). Íbúðaverð hefur lækkað um 12-13% frá því að það náði hámarki að nafnvirði í janúar 2008. Að raunvirði nemur lækkunin um þriðjungi frá hæstu stöðu í október 2007. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að raunverð íbúðahúsnæðis muni halda áfram að lækka á næstu misserum. ... og staða fjölda fyrirtækja erfið Rekstrarvandi fyrirtækja hefur aukist vegna gengislækkunar krónunn- ar, hruns bankakerfisins og minnkandi eftirspurnar. Minna framboð lánsfjár, hækkun skulda, þyngri greiðslubyrði og samdráttur tekna hefur komið illa niður á skuldsettum fyrirtækjum sem reiða sig á utan- aðkomandi fjármögnun. Fyrirtæki í þeim geirum sem helst nutu góðs af uppsveiflunni, t.d. í fasteignaviðskiptum, byggingariðnaði og inn- flutningi varanlegs neysluvarnings, hafa orðið einna verst úti. Vanskil hafa aukist, gjaldþrotum fjölgað (sjá mynd IV-14). Mörg fyrirtækja er kominn í hendur viðskiptabankanna. Verið er að endurskipuleggja skuldir og breyta rekstri fjölda fyrirtækja í samstarfi við lánardrottna. Rúmlega helmingur fyrirtækja er eingöngu með skuldir í krónum og hlutfallið mun líklega hækka næstu misserin ... Fyrir bankahrunið voru u.þ.b. 70% af heildarskuldum íslenskra fyr- irtækja í erlendum gjaldmiðli. Þetta er töluvert hátt hlutfall en meira máli skiptir hvernig þær skuldir dreifast og hversu hátt hlutfall fyrir- tækja með skuldir í erlendum gjaldmiðli hafa ekki gjaldeyristekjur til þess að standa undir greiðslubyrði af skuldunum. Þannig var hlutfall fyrirtækja með skuldir í erlendum gjaldmiðlum nokkru lægra, eða tæplega helmingur.7 Flest stór og meðalstór fyrirtæki eru þó með gengisbundin lán og flest fyrirtæki sem eru eingöngu með lán í krónum eru lítil. Vegna þess að líftími lána í erlendum gjaldmiðli er almennt stuttur og aðgengi að erlendu lánsfé takmarkað er líklegt að hlutfall fyrirtækja með gengis- tryggð lán lækki næstu misserin. Fyrirtæki með gjaldeyristekjur munu þó áfram geta varið gjaldmiðlaáhættu hafi þau aðgang að gengis- tryggðum lánum. ... sem þýðir að áhrif peningastefnunnar á stöðu fyrirtækja eru meiri en ætla mætti út frá heildartölum um hlutfall erlendra lána Mikil skuldsetning í erlendum gjaldmiðlum þýðir að áhrif pen- ingastefnunnar á stöðu fyrirtækja verða minni en ella. Í uppsveiflunni komust mörg fyrirtæki hjá auknu peningalegu aðhaldi með lántöku 6. Í könnun Capacent Gallup frá því í lok september kemur fram að innan við 3% svarenda telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni fjárfesta í íbúðarhúsnæði á næstu sex mán- uðum. 7. Nánari umfjöllun um niðurstöður greiningar Seðlabanka Íslands á stöðu fyrirtækja má nálg- ast í kafla 2.2. í Fjármálastöðugleika 2009. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-13 Hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu og íbúðaverð að raunvirði 2000-20121 Frávik frá langtímameðaltali Íbúðaverð (h. ás) Íbúðafjárfesting (v. ás) -4,0 -3,5 -3,0 -2,5 -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd IV-14 Gjaldþrot fyrirtækja og framlag atvinnugeira 1. ársfj. 2008 - 3. ársfj. 2009 Gjaldþrot alls Heild- og smásöluverslun Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Framleiðsla Fasteignaviðskipti Aðrar greinar -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 20092008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.