Peningamál - 01.11.2009, Síða 32

Peningamál - 01.11.2009, Síða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 32 í erlendum gjaldmiðlum á lágum vöxtum. Framboð slíks lánsfjár var ríkulegt allt þar til að alþjóðlega fjármálakreppan skall á. Vegna þess að ríflega helmingur fyrirtækja er eingöngu með skuldir í krónum og verulegur hluti þeirra skulda eru óverðtryggð lán til skamms tíma eru áhrif breytinga á óverðtryggðum vöxtum á stöðu fyrirtækja, einkum smærri fyrirtækja, e.t.v. meiri en ætla mætti miðað við samsetningu heildarskulda. Búast má við að áhrifin aukist næstu misserin. Margir þættir leggjast á eitt um að halda aftur af almennri atvinnuvegafjárfestingu ... Fyrirtæki munu leitast við að styrkja stöðu sína með lækkun skulda og vera varfærin í fjárfestingu næstu misserin. Fleira kann að draga úr atvinnuvegafjárfestingu: framboð lánsfjár verður líklega takmarkað enn um sinn, fjöldi atvinnugreina býr við vannýtta framleiðslugetu og fjárfestum standa til boða ríkistryggðir fjárfestingarkostir í formi skuldabréfa og innstæðna. Almenn óvissa um framtíðarhorfur er ekki heldur til þess fallin að hvetja til fjárfestingar. Sóknarfæri ættu þó að vera fyrir hendi í útflutningsgeiranum, þótt misjafnt sé hvort útflutn- ingsfyrirtæki geti nýtt sér hagstætt gengi til að auka framleiðslu, eins og fjallað var um í kafla II. Seðlabankinn væntir þess að samdráttur almennrar atvinnuvega- fjárfestingar, að undanskilinni fjárfestingu í áliðnaði og virkjunarfram- kvæmdum, vari til loka næsta árs og að hlutfall hennar af landsfram- leiðslu verði helmingi lægra en sögulegt meðaltali (sjá myndir IV-16 og IV-17). Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent Gallup, sem gerð var í september sl. meðal stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum landsins, bera vott um þá svartsýni sem hefur ríkt meðal þeirra frá banka- hruninu (sjá mynd IV-15). Þær benda til þess að fjárfesting fyrirtækja gæti dregist saman um meira en 40% í ár og um þriðjung á næsta ári, eða álíka mikið og í grunnspánni. ... og óvissa er um hvort af stórframkvæmdum verði Í spám Seðlabankans sem hafa birst á þessu ári hefur verið dregin upp sú mynd að fjárfesting sem tengist álversframkvæmdum myndi vega upp á móti verulegum samdrætti annarrar fjárfestingar. Svo er enn í þeirri spá sem hér er kynnt. Gert er ráð fyrir fjórðungsvexti atvinnuvegafjárfestingar á næsta ári, sem er drifinn áfram af tvöföldun stóriðjufjárfestingar milli ára. Nokkrum vexti er ennfremur spáð á árinu 2011 og lítils háttar samdrætti á árinu 2012. Hlutur atvinnuvega- fjárfestingar í landsframleiðslu verður engu að síður undir sögulegu lágmarki allt spátímabilið. Í forsendum grunnspár Seðlabankans er að þessu sinni ekki gert ráð fyrir virkjunum í Neðri-Þjórsá og stóriðjufjárfesting á árunum 2011 og 2012 er nokkru minni, auk þess sem gert er ráð fyrir að fjárfestingu í netþjónabúum seinki. Aukin óvissa hefur skapast um áform um stór- iðjuframkvæmdir í Helguvík og ýmsar aðrar stórframkvæmdir, m.a. vegna erfiðra fjármögnunarskilyrða. Þess vegna er að þessu sinni birt fráviksspá þar sem gert er ráð fyrir frekari töf á stóriðjuframkvæmdum (sjá nánar í kafla I). 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-16 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirflokka hennar 2000-20121 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju Stóriðja Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-17 Hlutfall atvinnuvegafjárfestingar af VLF 1991-20121 Frávik frá meðaltali 1970-2007 -10 -5 0 5 10 15 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Atvinnuvegafjárfesting Atvinnuvegafjárfesting án stóriðju Mynd IV-15 Væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins1 3. ársfj. 2002 - 3. ársfj. 2009 1. Vísitalan reiknast skv. eftirfarandi formúlu: ((Mjög góðar + Frekar góðar) / (Mjög góðar + Frekar góðar + Frekar slæmar + Mjög slæmar)) *200 Heimild: Capacent Gallup. Vísitala Vísitala efnahagslífsins Vísitala efnahagslífsins eftir 6 mánuði Vísitala efnahagslífsins eftir 12 mánuði 0 50 100 150 200 250 2009200820072006200520042003‘02

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.