Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 32 í erlendum gjaldmiðlum á lágum vöxtum. Framboð slíks lánsfjár var ríkulegt allt þar til að alþjóðlega fjármálakreppan skall á. Vegna þess að ríflega helmingur fyrirtækja er eingöngu með skuldir í krónum og verulegur hluti þeirra skulda eru óverðtryggð lán til skamms tíma eru áhrif breytinga á óverðtryggðum vöxtum á stöðu fyrirtækja, einkum smærri fyrirtækja, e.t.v. meiri en ætla mætti miðað við samsetningu heildarskulda. Búast má við að áhrifin aukist næstu misserin. Margir þættir leggjast á eitt um að halda aftur af almennri atvinnuvegafjárfestingu ... Fyrirtæki munu leitast við að styrkja stöðu sína með lækkun skulda og vera varfærin í fjárfestingu næstu misserin. Fleira kann að draga úr atvinnuvegafjárfestingu: framboð lánsfjár verður líklega takmarkað enn um sinn, fjöldi atvinnugreina býr við vannýtta framleiðslugetu og fjárfestum standa til boða ríkistryggðir fjárfestingarkostir í formi skuldabréfa og innstæðna. Almenn óvissa um framtíðarhorfur er ekki heldur til þess fallin að hvetja til fjárfestingar. Sóknarfæri ættu þó að vera fyrir hendi í útflutningsgeiranum, þótt misjafnt sé hvort útflutn- ingsfyrirtæki geti nýtt sér hagstætt gengi til að auka framleiðslu, eins og fjallað var um í kafla II. Seðlabankinn væntir þess að samdráttur almennrar atvinnuvega- fjárfestingar, að undanskilinni fjárfestingu í áliðnaði og virkjunarfram- kvæmdum, vari til loka næsta árs og að hlutfall hennar af landsfram- leiðslu verði helmingi lægra en sögulegt meðaltali (sjá myndir IV-16 og IV-17). Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent Gallup, sem gerð var í september sl. meðal stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum landsins, bera vott um þá svartsýni sem hefur ríkt meðal þeirra frá banka- hruninu (sjá mynd IV-15). Þær benda til þess að fjárfesting fyrirtækja gæti dregist saman um meira en 40% í ár og um þriðjung á næsta ári, eða álíka mikið og í grunnspánni. ... og óvissa er um hvort af stórframkvæmdum verði Í spám Seðlabankans sem hafa birst á þessu ári hefur verið dregin upp sú mynd að fjárfesting sem tengist álversframkvæmdum myndi vega upp á móti verulegum samdrætti annarrar fjárfestingar. Svo er enn í þeirri spá sem hér er kynnt. Gert er ráð fyrir fjórðungsvexti atvinnuvegafjárfestingar á næsta ári, sem er drifinn áfram af tvöföldun stóriðjufjárfestingar milli ára. Nokkrum vexti er ennfremur spáð á árinu 2011 og lítils háttar samdrætti á árinu 2012. Hlutur atvinnuvega- fjárfestingar í landsframleiðslu verður engu að síður undir sögulegu lágmarki allt spátímabilið. Í forsendum grunnspár Seðlabankans er að þessu sinni ekki gert ráð fyrir virkjunum í Neðri-Þjórsá og stóriðjufjárfesting á árunum 2011 og 2012 er nokkru minni, auk þess sem gert er ráð fyrir að fjárfestingu í netþjónabúum seinki. Aukin óvissa hefur skapast um áform um stór- iðjuframkvæmdir í Helguvík og ýmsar aðrar stórframkvæmdir, m.a. vegna erfiðra fjármögnunarskilyrða. Þess vegna er að þessu sinni birt fráviksspá þar sem gert er ráð fyrir frekari töf á stóriðjuframkvæmdum (sjá nánar í kafla I). 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-16 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirflokka hennar 2000-20121 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju Stóriðja Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-17 Hlutfall atvinnuvegafjárfestingar af VLF 1991-20121 Frávik frá meðaltali 1970-2007 -10 -5 0 5 10 15 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Atvinnuvegafjárfesting Atvinnuvegafjárfesting án stóriðju Mynd IV-15 Væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins1 3. ársfj. 2002 - 3. ársfj. 2009 1. Vísitalan reiknast skv. eftirfarandi formúlu: ((Mjög góðar + Frekar góðar) / (Mjög góðar + Frekar góðar + Frekar slæmar + Mjög slæmar)) *200 Heimild: Capacent Gallup. Vísitala Vísitala efnahagslífsins Vísitala efnahagslífsins eftir 6 mánuði Vísitala efnahagslífsins eftir 12 mánuði 0 50 100 150 200 250 2009200820072006200520042003‘02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.