Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 40

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 40 Viðbrögðin við minnkandi eftirspurn hafa verið nokkuð mismun- andi eftir hópum. Körlum á höfuðborgarsvæðinu sem eru um þriðj- ungur af vinnuaflinu, fækkaði milli ára um jafn mikið og vinnuaflinu í heild. Körlum á landsbyggðinni og konum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar hins vegar. Yngsta launafólkið hverfur af vinnumarkaði, eins og venja er þegar eftirspurn eftir vinnuafli minnkar, og námsmönn- um sem eru utan vinnuaflsins fjölgar jafn mikið og fækkar í yngsta aldurshópnum (16-24 ára). Sömu sögu er að segja hvort heldur er skoðað, fækkun starfandi fólks eða heildarvinnutími: Hlutur karla á höfuðborgarsvæðinu og yngsta launafólksins í fækkuninni er mun meiri en sem hlutfalli þeirra meðal starfandi eða framlagi þeirra til heildarvinnutíma. Fyrirtæki lækka starfshlutfall til að draga úr launakostnaði Atvinnurekendur sem vilja draga úr kostnaði geta gert það á annan hátt en með lækkun nafnlauna. Töluvert hefur verið um að fyrir- tæki breyti fullum störfum í hlutastörf í þessari niðursveiflu og eru vísbendingar um að notkun þessa úrræðis fari vaxandi.2 Tölur úr Vinnumarkaðskönnuninni sýna að fólki í hlutastörfum fjölgaði um nær fimmtung eða 5 þúsund milli ára á þriðja fjórðungi ársins og fólki í fullu starfi fækkaði um 11% eða 17 þúsund. Samkvæmt könnun SA hefur rúmlega fjórðungur fyrirtækja brugðið á það ráð að minnka starfshlutfall það sem af er ári til þess að forðast uppsagnir, sem er aukning frá sambærilegri könnun í febrúar, en þá sögðust 18% fyrir- tækjanna hafa gripið til þessa ráðs. Samdráttur heildarvinnumagns milli ára undangengið ár sam- svarar því að fækkað hafi á vinnumarkaði um u.þ.b. 2 þúsund ársverk eða sem nemur rúmlega einni prósentu í atvinnuleysi. Fáir útlendingar flytja af landi brott … Mikið innstreymi erlends starfsfólks til Íslands á undanförnum árum hefur aukið sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Nokkur óvissa hefur verið um viðbrögð erlendra starfsmanna í kjölfar efnahagserfiðleik- anna. Á árunum 2005-2008 fluttust um 28 þúsund erlendir ríkisborg- arar til landsins en um 12 þúsund frá landinu. Þrátt fyrir að erlendir ríkisborgarar hafi verið hlutfallslega fleiri í þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti af völdum kreppunnar, þ.e. byggingariðnaði og þjónustugreinum, og hlutfall þeirra því hærra meðal atvinnulausra, benda tölur um brottflutning erlendra ríkisborgara það sem af er ári til þess að aðeins lítill hluti þeirra starfsmanna sem hingað hafa komið að undanförnu snúi heim eftir atvinnumissi, enda hafa heimalönd þeirra einnig orðið fyrir barðinu á alþjóðlegu efnahagskreppunni. Þetta er í samræmi við reynslu frá löndum þar sem erlendum ríkisborgurum frá ESB-8-löndunum fjölgaði mikið í uppsveiflunni. … en fleiri Íslendingar en ætla mætti Fyrstu níu mánuði ársins fluttust 2.700 fleiri frá landinu en til þess. Þar af voru tæplega 1.950 íslenskir ríkisborgarar en um 750 erlendir 2. Þessi lausn var auðvelduð með breytingum á lögum um atvinnuleysisbætur sem áður er getið þar sem fólki í hlutastarfi er gert kleift að sækja um atvinnuleysisbætur. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-6 Framlag til breytinga á heildarvinnustundafjölda 16-24 ára 25-54 ára 54-74 ára Heildarvinnustundir Breyting frá fyrra ári (%) 200920082007200620052004‘02‘00‘98‘96‘94‘92 -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-7 Aðfluttir umfram brottflutta, atvinnuleysi og hagvöxtur 1986-2009 Fjöldi í þúsundum % Erlendir ríkisborgarar (v. ás) Íslenskir ríkisborgarar (v. ás) VLF (h. ás) Atvinnuleysi (h. ás) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ja n. -s ep . ‘ 09‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.