Peningamál - 01.11.2009, Page 43

Peningamál - 01.11.2009, Page 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 43 stofnana. Spáð er að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% á fyrsta ársfjórðungi 2010, en það er tæplega prósentu minna atvinnuleysi en í síðustu spá. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldist mikið, milli 9% og 10% alveg fram á annan ársfjórðung árið 2011, en minnki síðan smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast, en verði yfir jafn- vægisstigi allt spátímabilið. Hin hraða aukning atvinnuleysis í kjölfar fjármálakreppunnar á sér hvorki fordæmi á fyrri samdráttarskeiðum á Íslandi né í öðrum löndum sem hafa glímt við alvarlega fjármálakreppu.4 Þær atvinnu- greinar sem nátengdastar voru eignaverðsbólunni, byggingariðnaður, fjármálastarfsemi og ýmsar þjónustugreinar, brugðust hratt við með verulegum uppsögnum. Flutningur vinnuafls milli atvinnugreina og hæg viðbrögð eftirspurnar eftir vinnuafli valda því hins vegar að jafn- vægisatvinnuleysi er talið aukast tímabundið. 4. Sjá Peningamál 2009/2, bls. 40-41.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.