Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 57
Apríl Hinn 3. apríl tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði gripið inn í rekst- ur Sparisjóðs Mýrasýslu á grundvelli heimildar 100. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, að beiðni sparisjóðsins. Ráðstöfun eigna og skulda sparisjóðsins var í samræmi við kaupsamning við Nýja Kaupþing hf. og samkomulag stærstu kröfuhafa sparisjóðsins. Hinn 8. apríl ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að lækka veð- lánavexti um 1,5 prósentur í 15,5%. Aðrir vextir bankans voru einnig lækkaðir í sama mæli. Hinn 8. apríl var kynnt samkomulag milli viðskiptaráðuneytisins og lánafyrirtækja sem lána í erlendum gjaldmiðlum, um að einstakling- um yrði boðið upp á sams konar greiðslujöfnun vegna gengistryggðra fasteignaveðlána og veitt er vegna verðtryggðra lána. Hinn 15. apríl samþykkti Alþingi lög nr. 46/2009 um breytingar á lög- um um tekjuskatt í því skyni að i) aðilar sem hafa vaxtatekjur hér á landi beri af þeim skattskyldu, ii) eftirgjöf skulda samkvæmt nauða- samningum um greiðsluaðlögun teljist ekki til tekna, iii) tekið verði upp ákvæði um skattlagningu innlendra aðila sem eiga félög sem eru heim- ilisföst í lágskattaríkjum. Hinn 15. apríl samþykkti Alþingi lög nr. 44/2009 um breytingar á lög- um um fjármálastofnanir að því er varðar, afhendingu fjármálafyrir- tækis til bráðabirgðastjórnar, skilyrði og upphaf slitameðferðar, Hinn 15. apríl samþykkti Alþingi lög nr. 45/2009 um hækkun vaxta- bóta. Hækkun á árinu 2009 var talin nema um 2 ma.kr. Hinn 15. apríl samþykkti Alþingi lög nr. 50/2009 um tímabundna greiðslu aðlögun fasteignaveðlána á íbúðarhúsnæði, sem veita má skuldara í allt að fi mm ár. Hinn 17. apríl samþykkti Alþingi lög nr. 51/2009 sem heimila iðnaðar- ráðherra að semja við væntanlega eigendur um byggingu álvers í Helguvík. M.a. kveða lögin svo á að rekstur versins verði undanþeginn hugsanlegum íþyngjandi breytingum á meginþáttum laga um tekju- skatt. Hinn 18. apríl voru kynntir samningar milli landbúnaðarráðherra og Bændasamtakanna um framkvæmd búvörusamninga næstu misserin. Samkvæmt samningunum munu greiðslur hækka um 2% árið 2010 eins og árið 2011 en þá munu greiðslur jafnframt hækka um helming uppsafnaðra vanefnda á upphafl egum samningum, þó ekki meira en 5% alls. Árið 2012 hækka greiðslur upp í það sem tilskilið er í gildandi búvörusamningum, þó ekki meira en 5%. Annáll efnahags- og peningamála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.