Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 58
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
58
ANNÁLL
Hinn 22. apríl tilkynnti Fjármálaeftirlitið að Deloitte LLP hefði lokið
verðmati eigna sem fl uttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda
efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Samhliða því
hefði ráðgjafafyrirtækið Oliver Wyman lokið úttekt á verðmatinu.
Hinn 24. apríl tilkynnti Samkeppniseftirlitið að viðskiptabönkum,
spari sjóðum, lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði væri heimilt að beita
samræmdum úrræðum til að aðstoða einstaklinga sem skulda fast-
eignaveðlán og eiga í greiðsluerfi ðleikum. Slíkt samráð hefði ella getað
brotið gegn samkeppnislögum.
Hinn 27. apríl veitti Héraðsdómur Vesturlands Sparisjóði Mýrasýslu
heimild til greiðslustöðvunar.
Maí
Hinn 7. maí ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að lækka veðl-
ánavexti um 2,5 prósentur í 13,0%. Vextir daglána lækkuðu einnig um
2,5 prósentur en aðrir vextir bankans um 3 prósentur.
Hinn 10. maí tók ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfi ngarinnar –
græns framboðs til starfa.
Hinn 12. maí skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur slitastjórn fyrir Straum-
Burðarás fjárfestingabanka hf.
Hinn 22. maí skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur slitastjórn fyrir Spari-
sjóðabanka Íslands hf.
Hinn 28. maí samþykkti Alþingi lög nr. 60/2009 um hækkun áfeng-
is- og tóbaksgjalda, eldsneytisgjalda og bifreiðagjalda en lækkun kíló-
metragjalds nokkuð á móti. Breytingunni var ætlað að skila ríkissjóði
4,4 ma.kr. á ársgrundvelli.
Júní
Hinn 4. júní ákvað peningastefnunefnd að lækka veðlánavexti um 1
prósentu í 12,0%. Vextir daglána lækkuðu einnig um 1 prósentu.
Hinn 5. júní var skrifað undir samninga milli Íslands og Hollands annars
vegar og Íslands og Bretlands hins vegar um ábyrgð Tryggingasjóðs
innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi á innlánum í útibúum Lands-
bankans í þessum löndum og ábyrgð íslenska ríkisins á fjármögnun
Tryggingasjóðsins. Undirskrift af hálfu Íslands var með fyrirvara um
staðfestingu Alþingis á ábyrgðinni.
Hinn 24. júní samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni um skipun
slitastjórnar hjá SPRON hf. og Frjálsa fjárfestingarbankanum hf.
Hinn 26. júní skipaði forsætisráðherra Má Guðmundsson seðlabanka-
stjóra frá 20. ágúst og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóra frá
1. júlí.