Peningamál - 01.11.2009, Side 62

Peningamál - 01.11.2009, Side 62
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 62 Hinn 13. september tilkynnti fjármálaráðuneytið að íslensk stjórnvöld og skilanefnd Glitnis hefðu undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfi r í Íslandsbanka í október 2008 og í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí 2009. Eins og til- kynnt var þann 14. ágúst 2009 veitti ríkissjóður Íslandsbanka eigið fé í formi ríkisskuldabréfa að fjárhæð 65 ma.kr. sem samsvarar u.þ.b. 12% eiginfjárhlutfalli. Samningurinn fól í sér að skilanefnd Glitnis, að undangengnu samráði við kröfuhafa, hefði kost á því að eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þar með yrði hlutur íslenska ríkisins 5% og stór hluti eiginfjárframlags þess gengi til baka, en ríkið mun þó áfram veita bankanum stuðning með eignarhlut sínum og 25 ma.kr. í formi víkjandi láns. Nýti kröfuhafar sér ekki þennan kost mun íslenska ríkið áfram verða eigandi bankans. Greiðsla vegna yfi rfærðra eigna verður þá í formi skuldabréfs sem Íslandsbanki gefur út. Að auki munu kröfu- hafar fá forkaupsrétt að allt að 90% hlutafjár í bankanum á árunum 2011 til 2015 á kjörum sem tryggja ríkinu eðlilegt endurgjald fyrir fjár- festingu sína í bankanum. Hinn 24. september ákvað peningastefnunefnd að veðlánavextir yrðu óbreyttir 12% og að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana yrðu óbreyttir 9,5%. Vextir daglána voru lækkaðir um 1,5 prósentur í 14,5%. Nefndin ákvað einnig að efnt verði til útboða innstæðubréfa til 28 daga með 9,5% lágmarksvöxtum og 10% hámarksvöxtum. Fyrsta útboðið var haldið 30. september.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.