Peningamál - 13.05.2015, Page 3

Peningamál - 13.05.2015, Page 3
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 3 Yfirlýsing peningastefnunefndar 13. maí 2015 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxt um bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans verður hagvöxtur um 4½% í ár og að meðaltali tæplega 4% á ári á spátímanum, sem er meiri vöxtur en bankinn spáði í febrúar. Framleiðsluspenna myndast á þessu ári og nær hámarki á því næsta. Batinn á vinnumarkaði hefur færst í aukana að undanförnu. Sé tekið mið af hinum miklu launa- kröfum sem nú eru uppi mætti ætla að spenna á vinnumarkaði sé nú þegar til staðar eða að slaki hafi a.m.k. minnkað hraðar en samrýmist verðstöðugleika. Verðbólga er enn lítil og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu hafa haldið aftur af verðbólgu og vegið á móti áhrifum töluverðra launahækkana innanlands. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað frá síðustu spá Seðlabankans. Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og lík- legra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni. Framvinda kjaraviðræðna eftir að spáin var gerð hefur aukið þessa hættu enn frekar. Vaxtalækkun Seðlabankans undir lok síðastliðins árs var byggð á snarpri hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga sem leiddi til hækkunar raunvaxta umfram það sem efnahagsástand og nærhorf- ur voru þá taldar gefa tilefni til. Í yfirlýsingum nefndarinnar á þeim tíma var hins vegar bent á að miklar launahækkanir og sterkur vöxtur eftir- spurnar gætu grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka yrði vexti á ný. Þróun kjaraviðræðna að undanförnu ásamt hækkun verðbólguvæntinga og vísbendingum um öflugan vöxt eftir- spurnar benda til þess að þessar aðstæður séu nú að skapast og því líklegt að hækka þurfi vexti þegar á næsta fundi nefndarinnar í júní.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.