Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 5
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
5
Kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar og blikur á
lofti á vinnumarkaði
Þrátt fyrir mikið umrót undanfarið eru horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum taldar svipaðar og í febrúarspá
Peningamála. Ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa hins vegar batnað og er gert ráð fyrir töluverðum viðskiptakjara
bata og vexti útflutnings í ár. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hagvöxtur hafi verið 1,9%
í fyrra, þ.e.a.s. nálægt febrúarspá Seðlabankans um 2% hagvöxt á árinu. Þar með hefur samdráttur landsfram
leiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar gengið til baka að fullu. Líkt og í febrúarspá bankans er gert ráð fyrir
töluverðum hagvexti í ár sem drifinn er áfram af innlendri eftirspurn. Nýjar vísbendingar um útflutning og fjár
festingaráform innlendra fyrirtækja gefa til kynna að hagvöxtur verði meiri en spáð var í febrúar. Er nú gert ráð
fyrir 4½% hagvexti í ár og 3½% vexti á næsta ári sem er um ½ prósentu meiri vöxtur á ári en spáð var í febrúar.
Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur á spátímanum 3¾% á ári sem er vel yfir meðalhagvexti undanfarinna
þrjátíu ára og töluvert meiri vöxtur en spáð er að meðaltali meðal helstu viðskiptalanda. Bati á vinnumarkaði
hefur að sama skapi sótt í sig veðrið á ný. Áætlað er að framleiðsluslakinn sé horfinn eftir tæplega sex ára slaka
og framleiðsluspenna taki að myndast. Spennan nær hámarki í ríflega 1% af framleiðslugetu um mitt næsta
ár en tekur að minnka á ný þegar líða tekur á spátímann. Aukin spenna, hækkun launakostnaðar á framleidda
einingu og minnkandi áhrif olíuverðslækkana undanfarið verða til þess að verðbólga þokast upp í markmið
seinna á þessu ári og verður yfir markmiði fram undir lok spátímans. Þótt í grunnspánni sé gert ráð fyrir nokkuð
ríflegum launahækkunum í yfirstandandi kjaraviðræðum er hætta á að niðurstaðan verði enn meiri hækkanir.
Eins og sýnt er í fráviksdæmi gætu svo miklar launahækkanir spillt þeim árangri sem náðst hefur við að koma
verðbólgu í markmið og tryggja kjölfestu verðbólguvæntinga. Þær gætu einnig grafið undan efnahagsbatanum,
veikt samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og dregið úr atvinnu.
I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir
Grunnspá Seðlabankans1
Alþjóðlegar efnahagshorfur lítið breyttar frá febrúarspánni …
Heimshagvöxtur reyndist 3,4% í fyrra sem er hátt í ½ prósentu undir
meðalhagvexti sl. þrjátíu ára. Horfur fyrir þetta og næstu tvö ár hafa
lítið breyst frá febrúarspá Seðlabankans þótt horfur um hagvöxt í ein-
stökum löndum og svæðum hafi breyst. Lækkun olíuverðs að undan-
förnu gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nú að
hagvaxtarhorfur í þróuðum ríkjum séu betri en í októberspá sjóðsins.
Hins vegar telur sjóðurinn horfur á minni hagvexti í nýmarkaðs-
ríkjum, einkum olíuútflutningsríkjum sem hafa orðið fyrir tekjumissi
vegna lækkunar olíuverðs og ríki sem hafa farið illa út úr hækkun
Bandaríkjadals vegna mikillar skuldsetningar í dölum.
Líkt og á við um heimsbúskapinn í heild hafa hagvaxtarhorfur
fyrir helstu viðskiptalönd Íslands lítið breyst frá febrúarspánni. Talið
er að hagvöxtur verði 1,9% að meðaltali í ár sem er hækkun um
0,2 prósentur frá fyrra ári en þó 0,3 prósentum undir meðalhagvexti
helstu viðskiptalanda sl. þrjátíu ár. Horfur eru á að hagvöxtur verði
að meðaltali u.þ.b. 3% í Bandaríkjunum á spátímanum sem er heldur
minni vöxtur en spáð var í febrúar. Horfur fyrir evrusvæðið hafa hins
vegar heldur glæðst, þótt áfram sé spáð hægum vexti. Samkvæmt
1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir um miðjan maí.
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-1
Alþjóðlegur hagvöxtur 2008-20171
Breyting frá fyrra ári (%)
Bandaríkin PM 2015/2
Evrusvæðið PM 2015/2
Helstu viðskiptalönd Íslands PM 2015/2
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08