Peningamál - 13.05.2015, Page 6
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
6
EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR
grunnspánni verður hagvöxtur helstu viðskiptalanda 2,2% að meðaltali
á næstu tveimur árum sem eru óbreyttar horfur frá febrúar (mynd I-1).
Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur að sama skapi lítið breyst
frá því í febrúar. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál í kafla II og
um óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur síðar í þessum kafla.
… en ytri skilyrði þjóðarbúsins batna
Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt gagnvart viðskipta-
veginni gengisvísitölu þrátt fyrir töluverðar sveiflur í gengi ýmissa
helstu gjaldmiðla heims. Eins og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir
að svo haldist áfram út spátímann (mynd I-2). Sakir meiri verðbólgu
hér á landi en í helstu viðskiptalöndum eru horfur á að raungengið
hækki um 4% á spátímanum og verði í lok hans á svipuðu stigi og það
var í aðdraganda fjármálakreppunnar haustið 2008 en um 9% lægra
en að meðaltali undanfarin þrjátíu ár.
Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands benda til þess að viðskipta-
kjör á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi batnað um 9% frá fyrra ári.
Var það þriðji fjórðungurinn í röð sem viðskiptakjör bötnuðu, eftir
samfellda rýrnun þeirra frá ársbyrjun 2011. Batinn á árinu í heild
reyndist því 3,4% sem er 1 prósentu meiri bati en gert var ráð fyrir í
Peningamálum í febrúar og skýrist fyrst og fremst af hagstæðari þróun
ál- og sjávarafurðaverðs. Horfur eru á áframhaldandi bata viðskipta-
kjara í ár sem skýrist ekki síst af mikilli lækkun olíuverðs frá miðju
síðasta ári. Gangi spáin eftir verða viðskiptakjör um 8% betri árið
2017 en þau voru árið 2013 þegar þau náðu lágmarki í kjölfar fjár-
málakreppunnar. Þau verða þó áfram 13% lakari en þegar þau voru
hagstæðust áður en kreppan skall á.
Nýjar tölur Hagstofunnar benda til þess að útflutningur sjávaraf-
urða og áls hafi verið heldur minni í fyrra en áður hafði verið áætlað.
Útflutningshorfur í ár og á næstu tveimur árum hafa hins vegar batnað
frá fyrri spá og er nú spáð tæplega 7% vexti í ár. Skýrist meiri vöxtur
fyrst og fremst af auknum útflutningi þjónustu og sjávarafurða (mynd
I-3). Eftir því sem líður á spátímann mun heldur hægja á vexti útflutn-
ings og er áætlað að hann verði orðinn svipaður vexti eftirspurnar
helstu viðskiptalanda í lok hans.
Innflutningur flugvéla er meginskýring þess að nú er talið að
afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum nemi 6½% af vergri lands-
framleiðslu í ár í stað um 8½% í febrúarspánni. Gert er ráð fyrir að
afgangurinn nemi því sem næst 6% út spátímann, líkt og í febrúar
(mynd I-4). Undirliggjandi viðskiptajöfnuður þróast einnig áþekkt því
sem spáð var í febrúar og gert er ráð fyrir afgangi sem nemur um 2%
af landsframleiðslu árið 2017. Nánar er fjallað um þróun raungengis
og viðskiptakjara í kafla II og útflutning og ytri jöfnuð í kafla IV.
Mikill vöxtur innlendrar eftirspurnar framundan
Samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst vöxtur einkaneyslu töluvert
á síðasta ársfjórðungi í fyrra og var 4,5% en 3,7% á árinu í heild.
Þessi mikli vöxtur er í góðu samræmi við spá Seðlabankans frá því í
febrúar og er studdur af hækkun raunlauna, fjölgun starfa og batn-
andi eiginfjárstöðu heimila. Þróunin virðist einnig í samræmi við mat
Seðlabankans á áhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda á einka-
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-3
Útflutningur vöru og þjónustu 2008-20171
Breyting frá fyrra ári (%)
Útflutningur vöru og þjónustu PM 2015/2
Innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands PM 2015/2
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-2
Gengi krónunnar og viðskiptakjör 2008-20171
Vísitala, 2005 = 100
Gengisvísitala PM 2015/2 (v. ás, andhverfur kvarði)
Raungengi PM 2015/2 (h. ás)
Viðskiptakjör PM 2015/2 (h. ás)
215
205
195
185
175
165
155
145
60
65
70
75
80
85
90
95
‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Vísitala, 2005 = 100