Peningamál - 13.05.2015, Side 12

Peningamál - 13.05.2015, Side 12
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 12 Þótt nokkur óvissa sé um vöxt framleiðni á spátímanum er ljóst að svo miklar launahækkanir eru langt umfram það sem raunhæft er að gera ráð fyrir að framleiðnivöxtur standi undir. Kostnaðarþrýstingur af þeim mun því aukast mikið og einhver hluti hans mun koma fram í hækkun verðlags og þar með aukinni verðbólgu. Eins og sést á mynd I-14a gæti verðbólga orðið u.þ.b. 1 prósentu meiri í ár en í grunnspánni, því sem næst 3 prósentum meiri á því næsta og hátt í 4 prósentum meiri árið 2017. Áhrifin eru enn meiri ef kjölfesta lang- tímaverðbólguvæntinga losnar og gæti verðbólga þá orðið u.þ.b. 5 prósentum meiri en í grunnspá frá árinu 2017. Miðað við núverandi grunnspá felur þetta í sér að verðbólga gæti orðið um 6-6½% á næsta ári og um 7-8% árið 2017. Meginástæða þess að verðbólga eykst ekki enn meira en hér er sýnt er að peningastefnunni er beitt þannig að vextir hækka. Með hærra vaxtastigi tekst að draga úr eftirspurn og minnka framleiðslu- spennu í samanburði við grunnspána. Með því hægir á efnahagsbat- anum auk þess sem hærri vextir styðja við gengi krónunnar. Þannig mun smám saman takast að draga úr verðbólgu á ný og tryggja að hún leiti aftur í markmið. Mynd I-14b sýnir mögulegar breytingar á peningastefnunni út frá einfaldri framsýnni peningastefnureglu. Samkvæmt henni gætu vextir Seðlabankans orðið um 1½ prósentu hærri í ár en í grunnspánni og um 3½ prósentu hærri frá árinu 2017. Veikist kjölfesta verðbólguvæntinga hins vegar þannig að verðbólgu- væntingar rísi hraðar og haldist háar lengur þurfa vextir að hækka enn meira og búa þannig til meiri slaka í þjóðarbúinu. Gætu þeir orðið ríflega 5 prósentum hærri en ella frá árinu 2017. Möguleg áhrif á gengi krónunnar eru sýnd á mynd I-14c. Þar vegast á tvenns konar áhrif: mikil hækkun innlends kostnaðar leiðir til hækkunar raungengis sem skapar þrýsting á nafngengi krónunnar til lækkunar. Á móti styðja hærri vextir við gengið. Heildaráhrifin eru þau að gengi krónunnar hækkar lítillega á þessu ári en tekur síðan að lækka og er orðið um 8½% lægra en í grunnspánni árið 2018. Áhrifin á raunhagkerfið eru sýnd á myndum I-14d-f. Fyrirtæki bregðast við hærri kostnaði og vöxtum með því að draga úr fjárfest- ingu (mynd I-14d) og vinnuaflsnotkun (mynd I-14e) sem bæði stuðla að því að draga úr innlendri eftirspurn og auka atvinnuleysi. Á móti koma einkaneysluáhrif hækkunar launatekna. Þar vega hins vegar á móti áhrif hærri vaxta og lægri væntra framtíðartekna. Heildaráhrifin á hagvöxt eru sýnd á mynd I-14f. Hagvöxtur í ár breytist lítið en frá næsta ári dregur úr honum í samanburði við grunnspána og árið 2017 er hann orðinn ríflega 1½ prósentu minni en í grunnspánni sem sam- svarar um 1½% hagvexti árið 2017 í stað u.þ.b. 3%. Eins og sést á myndinni eru neikvæð áhrif á hagvöxt því meiri sem áhrif launahækk- ana á langtímaverðbólguvæntingar verða meiri. Rétt er að ítreka að ofangreind lýsing er byggð á útkomum úr líkönum bankans sem óhjákvæmilega fela í sér einföldun á raun- veruleikanum, auk þess sem slíkir útreikningar fela ávallt í sér ýmsar forsendur til einföldunar. Hér er t.d. ekki gert ráð fyrir því að hinar miklu launahækkanir veiki stöðu opinberra fjármála þótt ljóst sé að miklar launahækkanir opinberra starfsmanna myndu auka útgjöld hins opinbera og gætu sett markmið um aðhald í rekstri hins opinbera í EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.