Peningamál - 13.05.2015, Síða 13

Peningamál - 13.05.2015, Síða 13
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 13 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR uppnám. Í útreikningunum er ekki heldur tekið tillit til þess að óvissa um sjálfbærni opinberra fjármála og stöðugleika gengis krónunnar (m.a. í samhengi við áætlun um losun fjármagnshafta) kann að hækka áhættuþóknun á innlendar fjáreignir og auka þannig fjármögnunar- kostnað innlendra aðila (þ.m.t. hins opinbera). Það gæti valdið aukn- um óstöðugleika og enn meiri þrýstingi á gengi krónunnar. Verðbólga gæti einnig aukist hraðar en líkön bankans gefa til kynna, eins og reyndin varð í kjölfar kjarasamninganna vorið 2011 (sjá rammagrein 2). Að öllu þessu samanteknu gætu áhrif svo mikilla launahækkana því verið vanmetin í þeim útreikningum sem hér eru sýndir. Óvissa í mati á stöðu hagsveiflunnar Samkvæmt grunnspánni er slakinn í þjóðarbúskapnum horfinn. Þær vísbendingar sem horft er til við mat á nýtingu framleiðsluþátta benda flestar til þess að slakinn sé nánast horfinn eða að framleiðsluspenna hafi þegar myndast (mynd I-15). Þó virðist fjöldi meðalvinnustunda enn undir sögulegu meðaltali (sjá nánar í kafla IV og rammagrein 3). Nokkur óvissa er um mat á framleiðsluspennu, m.a. sakir óvissu um mat á efnahagsstarfseminni að undanförnu. Í grunnspánni felst að framleiðsluspenna myndast fljótlega og nemi mest 1¼% af framleiðslugetu um mitt næsta ár. Það er í takt við horfur um ofangreindar vísbendingar og horfur um að hlutfall launa af vergum þáttatekjum verði nálægt sögulegu meðaltali á þessu ári (sjá kafla V). Um þetta mat ríkir einnig mikil óvissa. Eins og rakið er hér að ofan eru alþjóðlegar hagvaxtarhorfur óvissar og verði efnahagsbatinn í helstu viðskiptalöndum hægari gæti framleiðsluspennan orðið minni á næstu misserum en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Innlendar efna- hagshorfur eru einnig óvissar og vegur þar þungt staðan á vinnumark- aði, ekki einungis hætta á hægari bata í kjölfar mikilla launahækkana eins og rakið er hér að ofan heldur gætu langvinn verkföll einnig hægt á hagvexti. Einnig er nokkur óvissa um umfang og tímasetningar á framkvæmdum í orkufrekum iðnaði, líkt og rakið er í fráviksdæmi í Peningamálum 2014/4. Meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð en að henni sé ofspáð Óvissuþættirnir sem lýst er hér að ofan undirstrika að verðbólguhorfur til næstu þriggja ára gætu auðveldlega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni. Eins og áður hefur komið fram er mikil hætta á að launahækkanir verði töluvert meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Verðbólgu gæti því verið vanspáð og þá þarf hærra vaxtastig en felst í grunnspánni til að ná verðbólgu á ný í markmið.4 Svipaða sögu má segja ef gengi krónunnar reynist lægra á spátímanum en gert er ráð fyrir í grunnspánni eða ef slakinn í þjóðarbúinu er ofmetinn. Verðbólga gæti hins vegar reynst minni en spáð er ef slakinn er vanmetinn, ef krafturinn í innlendri eftirspurn reynist minni en gert er ráð fyrir eða ef alþjóðlegar efnahagshorfur reynast lakari. Hið sama á við ef hægari alþjóðlegur hagvöxtur hefði í för með sér meiri lækkanir alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs, a.m.k. að svo miklu leyti sem gengi krónunnar gæfi ekki eftir. 4. Grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólga sé við markmið yfir hagsveifluna. Mynd I-15 Vísbendingar um framleiðsluspennu á fyrsta ársfjórðungi 2015¹ %, fjöldi staðalfrávika 1. Frávik mæld sem fjöldi staðalfrávika (fyrir utan framleiðsluspennu). Jákvæðar tölur gefa vísbendingu um spennu en neikvæðar tölur vísbendingu um slaka. 2. Framleiðsluspenna á 1. ársfj. 2015 sem % af framleiðslugetu. 3. Frávik árstíðarleiðréttra gagna á 1. ársfj. 2015 frá meðaltali 1. ársfj. 2003 til 1. ársfj. 2015. 4. Frávik árstíðarleiðrétts atvinnuleysis á 1. ársfj. 2015 frá metnu jafnvægisatvinnuleysi. 5. Hlutfall fyrirtækja sem búa við skort á starfsfólki og starfa nærri fullri eða umfram hámarksframleiðslugetu samkvæmt könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Árstíðarleiðrétt frávik gagna á 1. ársfj. 2015 frá meðaltali 1. ársfj. 2006 til 1. ársfj. 2015. Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 Nýting framl.þátta5 Skortur á starfsfólki5 Atvinnuleysi4 Atvinnuleysi³ Atvinnuþátttaka³ Hlutfall starfandi³ Fjöldi starfandi³ Meðalvinnust.³ Framleiðsluspenna²

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.