Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 16

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 16
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 16 Ólíkt evrusvæðinu hafa hagvísar í Bandaríkjunum valdið von- brigðum undanfarið. Tímabundnir þættir, t.d. í tengslum við slæmt veður, hafa haft áhrif á byggingariðnað og hækkun Bandaríkjadals hefur dregið úr samkeppnishæfni útflutningsgreina. Landsframleiðslan jókst þannig aðeins um 0,1% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fyrri fjórðungi og vísbendingar fyrir framleiðslugreinar hafa enn sem komið er ekki gefið til kynna að vöxturinn hafi færst í aukana á öðrum fjórðungi (mynd II-3). Störfum hefur hins vegar haldið áfram að fjölga og mældist atvinnuleysi 5,5% í marsmánuði sem er ríflega 1 prósentu minna en fyrir ári. Horfur um hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda óbreyttar frá því í febrúar Í nýrri hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir svip- uðum heimshagvexti í ár og síðustu tvö ár eða 3,5%. Það er hátt í ½ prósentu minni vöxtur í heimsbúskapnum en að meðaltali síðustu þrjátíu ár. Hafa hagvaxtarhorfur lítið breyst frá spá sjóðsins í janúar en eru ögn lakari en sjóðurinn spáði í október sl. þrátt fyrir að hann telji að hin mikla olíuverðslækkun auki heimshagvöxt um ½-1 prósentu í ár. Aðrir þættir eins og aukin svartsýni um undirliggjandi hagvaxtar- getu eru því taldir vega þyngra. Þótt hagvöxtur í nýmarkaðs- og þróunarríkjum haldi áfram að bera uppi drjúgan hluta heimshagvaxtarins telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hagvöxtur meðal þeirra haldi áfram að minnka og verði 4,3% í ár. Á sama tíma er talið að hagvöxtur aukist í þróuðum ríkjum og verði 2,4%, um ½ prósentu meiri en á árinu 2014. Eins og sjá má á mynd II-4 er búist við að þeim iðnríkjum fjölgi ört þar sem hagvöxtur verður yfir 1% og að í engu þeirra verði samdráttur í ár. Hagvöxtur meðal helstu viðskiptalanda Íslands sækir einnig lítil- lega í sig veðrið og verður 1,9% í ár sem er aukning um 0,2 prósentur frá fyrra ári og ríflega 1 prósentu aukning frá árinu 2013. Horfur um hagvöxt þessara landa á spátímanum hafa ekki breyst frá febrúarspá Peningamála og er áfram gert ráð fyrir 2,2% vexti á ári á næstu tveimur árum. Óbreyttar horfur um alþjóðaviðskipti og eftirspurn helstu viðskiptalanda Horfur um alþjóðaviðskipti og eftirspurn helstu viðskiptalanda hafa að sama skapi lítið breyst frá febrúarspá bankans. Gert er ráð fyrir að inn- flutningur helstu viðskiptalanda aukist um 2,9% í ár sem er aukning um ríflega ½ prósentu frá árinu 2014. Munar þar mest um aukin efna- hagsumsvif á evrusvæðinu. Verðbólga hefur hjaðnað nokkru meira en vænst var og víða mælist verðhjöðnun Verðbólga og verðbólguvæntingar í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa hjaðnað skarpt og eru undir verðbólgumarkmiði í mörgum þeirra. Skýrist þróunin af lækkun olíu- og hrávöruverðs en einnig er talsverður framleiðsluslaki víða. Áhyggjur af langvarandi verðhjöðnunarskeiði á evrusvæðinu hafa minnkað með batnandi hagvísum í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu (ECB) jók skuldabréfakaup sín verulega. Verðlag stóð Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fjöldi ríkja < -2% -2% til -1% -1% til 0% 0 5 10 15 20 25 30 35 2016 2015 2014 2013 0% til 1% 1% til 2% > 2% Mynd II-4 Dreifing hagvaxtar meðal 35 þróaðra ríkja 1 1 14 21 7 7 21 19563 3 4 4 6 117 Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-5 Verðbólga í nokkrum iðnríkjum Janúar 2004 - apríl 2015 Bandaríkin Evrusvæðið Japan Bretland -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.