Peningamál - 13.05.2015, Síða 17

Peningamál - 13.05.2015, Síða 17
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 17 í stað milli ára í aprílmánuði samkvæmt bráðabirgðamati eftir fjögurra mánaða verðlækkunarskeið (mynd II-5) en útlit er fyrir að verðbólga á evrusvæðinu verði lítil um langa hríð. Í marsspá ECB er gert ráð fyrir að verðlag standi í stað á þessu ári og að verðbólga verði undir 2% mark- miði bankans a.m.k. fram til ársins 2017. Í Bretlandi var verðlag einnig óbreytt milli ára í mars, annan mánuðinn í röð, og í Bandaríkjunum lækkaði verðlag um 0,1% frá fyrra ári. Lægra olíu- og matvælaverð hefur verið mikilvægur orsakaþáttur lítillar verðbólgu í helstu iðn- ríkjum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur olíuverðslækkunina almennt hafa minnkað verðbólgu um 1 prósentu. Undirliggjandi verðbólga mælist einnig lítil. Verðbólga án orku- og matvælaverðs var 1,8% í Bandaríkjunum og um 1% í Bretlandi en einungis 0,6% á evrusvæðinu. Undirliggjandi verðbólga hefur þó víða þokast upp á við að undanförnu. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands var að meðaltali 0,4% á fyrsta fjórðungi ársins og hefur ekki verið minni frá árinu 2009. Gert er ráð fyrir að hún verði 0,6% á árinu í heild eða 0,2 prósentum minni en spáð var í febrúar. Horfur fyrir spátímabilið hafa einnig verið endurskoðaðar niður á við. Langtímavextir í Evrópu hafa aldrei verið lægri og vaxandi munur er á taumhaldi peningastefnu meðal þróaðra ríkja ... Fjöldi seðlabanka, bæði í þróuðum ríkjum og nýmarkaðsríkjum, hefur lækkað vexti undanfarið eða bætt í skuldabréfakaup til að bregðast við hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga og lakari hagvaxtar- horfum eða til að verja fastgengismarkmið sitt. Meginvextir þriggja seðlabanka, auk innlánsvaxta ECB, voru orðnir neikvæðir í byrjun maí. Seðlabanki Japans tilkynnti um aukin skuldabréfakaup í október sl. og ECB hóf stóraukin skuldabréfakaup í mars sl. sem beinast bæði að skuldabréfum fyrirtækja og ríkissjóða. Fjármálaleg skilyrði á evrusvæð- inu hafa því batnað og dregið hefur úr samdrætti útlána (mynd II-6). Langtímavextir ríkisskuldabréfa í Evrópu hafa aldrei verið lægri og í sumum tilfellum eru þeir orðnir neikvæðir (mynd II-7). Lækkun langtímanafnvaxta meðal þróaðra ríkja er bæði talin endurspegla væntingar um minni verðbólgu til lengri tíma en einnig væntingar um viðvarandi lága raunvexti. Væntingar um lága raunvexti til lengri tíma gætu bent til aukinnar svartsýni um hagvaxtarhorfur en einnig er talið að álag á skammtímavexti sem til þurfi til að fá fjárfesta til að festa fé í langtímaskuldabréfum (e. term premia) hafi lækkað. Samkvæmt fram- virkum vöxtum vænta markaðsaðilar að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki vexti á seinni helmingi ársins og Englandsbanki í byrjun árs 2016 sem er heldur seinna en þeir gerðu áður. Framvirkir vextir benda sem fyrr til þess að fjárfestar vænti þess að vöxtum verði haldið lágum á evrusvæðinu um fyrirsjáanlega framtíð (mynd II-8). ... sem komið hefur fram í óvanalega miklum hreyfingum á gengi gjaldmiðla Í kjölfar hrinu vaxtalækkana hefur fjármagn leitað í áhættumeiri fjárfestingu og frá löndum þar sem vextir eru lágir og hagvaxtar- horfur slakar til landa þar sem von er á betri ávöxtun fjármagns. Hlutabréfaverð hefur hækkað víða eftir nokkra lækkun í desember og janúar sl. og gengi gjaldmiðla hefur sveiflast nokkuð. Bandaríkjadalur 1. Fyrirtæki (önnur en fjármálafyrirtæki) og heimili. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-6 Þróun útlánaaukningar í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu1 1. ársfj. 2006 - 4. ársfj. 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Spánn Ítalía -10 -5 0 5 10 15 201420132012201120102009200820072006 Heimild: C. Salmon (2015). Financial market volatility and liquidity - a cautionary note. Ræða 13. mars 2015. Jákvæðir Neikvæðir Mynd II-7 Vextir á evrópskum ríkisskuldabréfamörkuðum Líftími í árum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bretland Noregur Ítalía Spánn Svíþjóð Frakkland Belgía Danmörk Austurríki Þýskaland Finnland Holland Sviss 1. Framvirkir vextir byggjast á 6 mánaða OIS (Overnight Index Swaps). Heilar línur sýna framvirka ferla frá 11. maí 2015 en brotalínur frá 30. janúar 2015. Heimildir: Bloomberg, Macrobond. % Mynd II-8 Seðlabankavextir og framvirkir vextir í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæðinu1 Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 8. maí 2015, ársfjórðungslegar tölur 2. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018 Bandaríkin Bretland Evrusvæðið ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 -1 0 1 2 3 4 5 6

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.