Peningamál - 13.05.2015, Síða 21

Peningamál - 13.05.2015, Síða 21
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 21 III Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir Nafnvextir Seðlabankans eru óbreyttir frá því í febrúar sl. en raunvextir bankans hafa lækkað með aukinni verðbólgu og hækkun verðbólgu- væntinga. Markaðsaðilar vænta þess að nafnvextir bankans verði hækkaðir á þessu ári og að þeir hækki hraðar en þeir spáðu í janúar. Langtímanafnvextir hafa hækkað á sama tíma og langtímaraunvextir hafa lækkað. Áhættuálag á erlendar skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað og vaxtakjör innlendra viðskiptabanka á alþjóðamörkuðum batnað. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt gagn- vart gengisvísitölu en hefur lækkað nokkuð gagnvart Bandaríkjadal líkt og flestir aðrir gjaldmiðlar. Hægt hefur á vexti peningamagns. Á sama tíma hefur útlánavöxtur til heimila haldist svipaður sé horft fram hjá áhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda en útlánavöxtur til fyrirtækja aukist. Eignaverð hefur hækkað og skuldir einkageirans minnkað. Fjármálaleg skilyrði einkageirans halda því áfram að batna. Peningastefnan Nafnvextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir … Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundum sínum í febrúar og mars sl. að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum fjármála- fyrirtækja hjá bankanum, voru því 4,5% fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála.1 Frá því í febrúar þegar síðasta hefti Peningamála kom út hafa vextir til einnar nætur á millibankamarkaði haldist í neðri hluta vaxta- gangsins nálægt meginvöxtum bankans (mynd III-1) en veltan á markaðnum hefur verið lítil. Samþykktir vextir í útboðum ríkisvíxla hafa hins vegar lækkað lítillega. Kann það að hluta til að skýrast af aukinni eftirspurn vegna breytinga sem gerðar voru í byrjun mars sl. á undanþágulistum Seðlabankans um gjaldeyrismál sem takmarkar fjár- festingu aflandskrónueigenda við ríkisvíxla. … en raunvextir bankans hafa lækkað … Taumhald peningastefnunnar hefur hins vegar almennt veikst vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar verðbólguvæntinga (tafla III-1). Raunvextir bankans eru nú 3% miðað við núverandi ársverðbólgu og 1,7% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar eða ríflega ½ prósentu lægri vextir en í Peningamálum í febrúar sl. og í maí í fyrra. Aðrir raunvextir á markaði hafa í meginatriðum einnig lækkað samhliða raunvöxtum bankans (mynd III-2). … þótt þeir séu enn hærri en í flestum öðrum iðnríkjum Vextir Seðlabanka Íslands eru enn hærri en í öðrum iðnríkjum sem skýrist af meiri verðbólgu og hagvexti, minni framleiðsluslaka og því 1. Í rammagrein 4 er fjallað um hvernig atkvæði hafa fallið á því sex ára tímabili sem peninga- stefnunefnd hefur starfað. Mynd III-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 8. maí 2015 % Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglánavextir Vextir á veðlánum Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði Vextir á 7 daga bundnum innlánum Vextir á 1 mánaðar bundnum innlánum Hámarksvextir 28 daga innstæðubréfa Vextir á viðskiptareikningum 3 4 5 6 7 8 20122011 2013 2014 ‘15 % Mynd III-2 Raunvextir Seðlabanka Íslands og raunvextir á markaði 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 20151 1. Gögn til og með 8. maí 2015. 2. 5 ára vextir út frá metnum nafnvaxtaferli. 3. 5 ára vextir út frá metnum raunvaxtaferli. 4. Einfalt meðaltal lægstu útlánavaxta þriggja stærstu viðskiptabankanna. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa2 Vextir verðtryggðra skuldabréfa3 Raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum4 Vextir verðtryggðra húsnæðislána4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘1520142013201220112010

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.