Peningamál - 13.05.2015, Síða 23
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
23
PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR
FJÁRMÁLAMARKAÐIR
prósentur (mynd III-5).3 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til fimm
og tíu ára hefur því hækkað um 1½ prósentu (sjá kafla V). Óvissa um
niðurstöðu komandi kjarasamninga og ótti við launahækkanir langt
umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans virðist
vega þyngst í þessari þróun. Þannig taldi meirihluti svarenda í nýlegri
könnun bankans á viðhorfum markaðsaðila að aðstæður á vinnu-
markaði væru helsta ástæða hækkunar verðbólguálagsins. Vextir á
lengstu óverðtryggðu bréfunum hafa hækkað álíka mikið og á þeim
styttri sem gæti verið vísbending um að markaðsaðilar óttist snarpa
aukningu verðbólgu og langt tímabil þar sem verðbólga er yfir verð-
bólgumarkmiði. Þessi hækkun verðbólguálagsins er hraðari en sú sem
varð í aðdraganda kjarasamninga vorið 2011 (sjá rammagrein 2).
Velta á skuldabréfamarkaði hefur minnkað
Velta á skuldabréfamarkaði hefur dregist saman á undanförnum árum
og var á sl. ári um 16% minni en árið áður. Aukin hlutdeild lífeyris-
sjóða á skuldabréfamarkaði innan fjármagnshafta á þar líklega hlut
að máli enda hefur velta þeirra almennt verið minni en annarra fjár-
festa, að hluta til þar sem fjárfesting þeirra er fyrst og fremst til lengri
tíma. Minnkandi velta skýrist einnig af vaxandi eign erlendra aðila á
útgefnum skuldabréfum sem er læst inni af fjármagnshöftum. Líklegt
er að veltan muni dragast enn frekar saman í kjölfar nýlegra breyt-
inga á möguleikum þeirra til að fjárfesta í innlendum skuldabréfum.
Ríkisskuldabréfaeign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hefur einnig
minnkað og útflæði hefur verið meira en innflæði í skuldabréfasjóði
en það dregur einnig úr veltu á skuldabréfamarkaði.
Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað …
Áhættuálag á erlendar skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands hefur lækkað
frá Peningamálum í febrúar og er sú hækkun sem varð á álaginu undir
lok síðasta árs í kjölfar vaxandi óróleika á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum því að mestu leyti gengin til baka. Skuldatryggingarálag á fimm
ára skuldbindingar hefur lækkað um 0,1 prósentu og mælist nú um
1,6% sem er lítillega lægra en í byrjun maí 2014 (mynd III-6). Þá hefur
vaxtamunur á erlendri útgáfu ríkissjóðs og sambærilegum ríkisbréfum
Bandaríkjanna og Þýskalands minnkað um u.þ.b. ½ prósentu frá því
í lok janúar, að mestu leyti vegna lægri ávöxtunarkröfu íslensku ríkis-
bréfanna. Vaxtamunurinn er nú um 1-1½ prósenta og hefur minnkað
um ½-1 prósentu frá maí í fyrra.
… og hafa kjör innlendra banka á alþjóðamörkuðum batnað
Vaxtakjör í erlendum útgáfum innlendra viðskiptabanka hafa batnað
talsvert í kjölfar þess að þeir fengu lánshæfiseinkunn BB+ á fyrri hluta
síðasta árs frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Standard & Poor‘s og færst
nær álagi á fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með sam-
bærilega einkunn (mynd III-7). Í lok apríl sl. fékk einn af viðskipta-
bönkunum til viðbótar lánshæfiseinkunnina BBB- frá matsfyrirtækinu
3. Á sama tímabili var lítil breyting á ávöxtunarkröfu óverðtryggðs ríkisbréfs á gjalddaga
2016 enda eiga erlendir aðilar tæplega 80% af því bréfi. Eftir nýlegar breytingar á lögum
er þessum aðilum ekki heimilt að kaupa ríkisbréf og því líklegt að þeir bregðist síður við
breyttum væntingum á markaði.
% Prósentur
Mynd III-6
Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs
Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 8. maí 2015
Heimild: Bloomberg.
Skuldatryggingarálag ríkisins (v. ás)
Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi
útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2016 (h. ás)
Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi
útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2022 (h. ás)
Vaxtamunur á íslensku og þýsku ríkisskuldabréfi
útgefnu í evrum á gjalddaga árið 2020 (h. ás)
0
1
2
3
4
5
6
0
1
2
3
4
5
6
2011 2012 2013 2014 ‘15
Mynd III-8
Gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu
Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 8. maí 2015
Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Bandaríkjadalur (v. ás)
Evra (v. ás)
Breskt pund (v. ás)
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás)
Vísitala
50
90
130
170
210
250
50
100
150
200
250
300
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 ‘15
Prósentur
Mynd III-7
Áhættuálag á skuldbindingar fyrirtækja og
fjármálastofnana í Bandaríkjunum og
íslenskra banka1
Daglegar tölur 2. janúar 2013 - 8. maí 2015
1. Vaxtaálag á skuldabréf útgefin í Bandaríkjadölum fyrir fyrirtæki og
fjármálastofnanir í Bandaríkjunum. Fyrir íslensku bankana er miðað við
vaxtaálag við útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðli.
Heimildir: Arion banki, Íslandsbanki, Seðlabanki Bandaríkjanna í St.
Louis.
Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með
lánshæfiseinkunn BBB
Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með
lánshæfiseinkunn BB
Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með
lánshæfiseinkunn B
Íslenskir viðskiptabankar
Arion banki til
3 ára í NOK
Íslandsbanki
til 4 ára í SEK
Íslandsbanki
(2 yr, EUR)
Íslandsbanki
(4 yr, SEK)
0,0
1,0
2,0
3,0
4,0
5,0
6,0
2013 2014 2015
Arion banki til
3 ára í EUR
Íslandsbanki t l
2 ára í EUR
Íslandsbanki til
4 ára í SEK