Peningamál - 13.05.2015, Page 29

Peningamál - 13.05.2015, Page 29
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 29 INNLENT RAUNHAGKERFI væntingakönnun Gallup er líklegt að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að útgjöld heimila í þessa flokka einkaneyslu fara jafnan saman við bætta fjárhagsstöðu þeirra enda auðveldara að fresta kaupum á varanlegum neysluvörum en óvaran- legum þegar þrengir að fjárhagnum (mynd IV-6). Á þessu ári er búist við að einkaneysla vaxi um tæp 4% sem er lítillega meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Umskipti í fjárfestingu atvinnuveganna Á síðustu árum hefur fjárfesting í skipum og flugvélum vegið þungt í þróun atvinnuvegafjárfestingar. Á árunum fyrir fjármálakreppuna var það hins vegar mannvirkjagerð sem stóð fyrir bróðurparti þeirrar aukningar sem þá varð og skýrði einnig stærstan hluta samdráttarins á árunum eftir hana. Árið 2013 jókst mannvirkjagerð milli ára og í Peningamálum í nóvember 2014 kom fram að ýmsar vísbendingar væru um að sú þróun hefði haldið áfram á árinu 2014. Samkvæmt tölum Hagstofunnar gekk þetta eftir en af rúmlega 15% vexti atvinnuvegafjárfestingar á síðasta ári voru um 11 prósentur vegna mannvirkjagerðar og tækja til notkunar við slíkar framkvæmdir (mynd IV-7). Aukinn þróttur í mannvirkjagerð er í samræmi við aukna bjart- sýni stjórnenda fyrirtækja á undanförum misserum eins og fram hefur komið í könnun Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja lands- ins. Þessi þróun styður einnig við það mat Seðlabankans að slakinn í þjóðarbúskapnum hafi minnkað á síðasta ári þar sem ólíklegt er að fyrirtæki ráðist í slíkar framkvæmdir nema það svigrúm sem þau hafa til aukinna umsvifa sé takmarkað. Bætir í vöxt fjárfestingar atvinnuveganna á þessu ári Í könnun sem Seðlabankinn gerði nýverið meðal 99 fyrirtækja kemur fram umtalsvert meiri fjárfestingarvilji á þessu ári en þegar bankinn kannaði fjárfestingaráform fyrirtækja í september í fyrra. Þessa breyt- ingu má að miklu leyti rekja til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins (tafla IV-1). Þetta er í samræmi við þróun annarra vísbendinga um fjárfestingu (mynd IV-8). Auk þessa eru nokkrar breytingar í áætlun bankans um fjárfestingu í skipum og flugvélum á þessu ári og því næsta vegna nýrra upplýsinga. Sérstaklega á það við um mikla aukningu flugvélakaupa á þessu ári sem endurspeglar bæði aukinn ferðamannastraum til landsins og eins aukna ásókn íslenskra heimila í utanlandsferðir. Hluti þessarar fjárfestingar er þegar kominn fram á fyrsta ársfjórðungi í ár. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir nokkru meiri skipafjárfestingu en áður var talið. Að viðbættri þeirri fjárfestingu sem þegar er búið að leggja út fyrir í ár nálgast þessar breytingar um 30 ma.kr. og skýrist þróun fjárfestingar framan af spátímanum að umtalsverðu leyti af þessum áætlunum. Litlar breytingar eru hins vegar á áætlun bankans um stóriðjutengda fjárfestingu á spátímanum. Í ár er því gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna muni aukast um tæplega 30% sem er um tvöfalt meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Þróun einkaneyslu og framlag undirliða 2006-2014 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Varanlegar neysluvörur Óvaranlegar neysluvörur Þjónusta Hálfvaranlegar neysluvörur Útgjöld Íslendinga erlendis og aðrir liðir Einkaneysla -15 -10 -5 0 5 10 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06 Mynd IV-7 Tegundaskipting fjárfestingar atvinnuveganna 2000-2014 Framlag til breytingar Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Skip og skipsbúnaður, flugvélar ofl. Verksmiðju-, iðnaðarvélar og tæki Mannvirki og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar Annað Alls -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Breyting frá fyrra ári (%)

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.