Peningamál - 13.05.2015, Side 33

Peningamál - 13.05.2015, Side 33
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 33 INNLENT RAUNHAGKERFI prósentu minni en spáð var í febrúar. Það sem af er ári hefur vöxtur útflutnings verið góður en gert er ráð fyrir að útflutningur vöru og þjónustu aukist um tæp 7% í ár sem er um 1½ prósentu meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Helsta skýringin er að áætlað er að útflutningur þjónustu muni vaxa meira en áður var talið enda hefur ferðamannaárið farið vel af stað og jókst ferðamannafjöldi um þriðjung milli ára á fyrsta fjórðungi ársins sem er svipuð aukning og á sama fjórðungi í fyrra. Horfur eru á að framboð flugferða íslenskra flugfélaga muni aukast talsvert á árinu en tvö stærstu flugfélögin sem flytja farþega á milli landa áætla að flytja um fjórðungi fleiri farþega en í fyrra. Einnig eru horfur á ágætum vexti vöruútflutnings í ár. Gert er ráð fyrir að útflutt magn sjávarafurða aukist um tæplega 7% milli ára sem er töluvert meiri vöxtur en reiknað var með í febrúar. Skýrist það af góðri loðnuvertíð í byrjun ársins, ásamt líklegri aukningu veiði- heimilda á þorski á næsta fiskveiðiári. Mikil aukning innflutnings samhliða vaxandi innlendri eftirspurn Líkt og spáð var í febrúar jókst innflutningur vöru og þjónustu um tæplega 10% í fyrra og hefur ekki vaxið svo mikið síðan árið 2005. Að hluta endurspeglar þessi mikli vöxtur töluverðan innflutning skipa og flugvéla en án þeirra nam vöxtur innflutnings 8,4% sem er heldur meiri aukning en vöxtur innlendrar eftirspurnar. Sennilegar skýringar á þessu eru hækkun raungengis, aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum sem í nær öllum tilfellum eru innfluttar og vöxtur í kaupum á tækjum til fjárfestingar. Líkt og í spánni um útflutning er gert ráð fyrir meiri aukningu í innflutningi vöru og þjónustu á þessu ári en reiknað var með í febrúar- spánni eða liðlega 11% samanborið við tæplega 7% í febrúar. Að hluta endurspegla horfur um meiri vöxt innflutnings í ár meiri kraft innlendrar eftirspurnar en meginástæðan er þó töluvert meiri innflutningur flugvéla en spáð var í febrúar og er áætlað að hann falli að mestu til á fyrri hluta ársins og muni nema um 6% af vöruinnflutningi. Einnig sýna utanríkis- viðskiptatölur Hagstofunnar fyrir fyrsta ársfjórðung að innflutningur hrá- og rekstrarvara jókst talsvert milli ára en aukninguna má að hluta rekja til landana erlendra fiskiskipa sem selja loðnu til bræðslu hér á landi. Horfur eru á að vöruinnflutningur á þessu ári verði áfram drifinn að nokkru leyti af innflutningi neysluvara eins og í fyrra, einkum bíla auk mat- og drykkjarvara. Vísbendingar út frá tölum Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli og könnun Gallup á fyrir- huguðum utanlandsferðum einstaklinga benda einnig til áframhaldandi kröftugs vaxtar þjónustuinnflutnings á þessu ári. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt í ár líkt og í fyrra Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar í fyrra reyndist nokkru nei- kvæðara en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans eða sem nemur 3 prósentum (mynd IV-15). Er það töluverður viðsnúningur frá árinu 2013 en þá reyndist framlagið jákvætt um hátt í 4 prósentur. Mikill vöxtur innflutnings í ár, sérstaklega á flugvélum, gerir það að verkum að framlagið verður einnig neikvætt í ár, þótt það sé ekki eins neikvætt og í fyrra. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-15 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20171 Útflutningur Innflutningur Utanríkisviðskipti Breyting frá fyrra ári (prósentur) -6 -4 -2 0 2 4 20172016201520142013201220112010 Mynd IV-16 Viðskiptajöfnuður 2000-20171 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með frumþáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slitameðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrir- tækisins Actavis á jöfnuð frumþáttatekna fram til ársins 2012. Einnig hefur verið leiðrétt fyrir óbeint mældri fjármálaþjónustu (FISIM) innlánsstofnana í slitameðferð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi jöfnuður frumþáttatekna2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.