Peningamál - 13.05.2015, Page 36

Peningamál - 13.05.2015, Page 36
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 36 INNLENT RAUNHAGKERFI sem þöndust hvað mest út í aðdraganda fjármálakreppunnar er ólík: á meðan heildarvinnustundum fækkar enn í fjármálageiranum, fjölgar nú bæði fólki og meðalvinnustundum í byggingageiranum. Minni framleiðni í greinum þar sem heildarvinnustundum hefur fjölgað ört Framleiðni vinnuafls hefur staðið í stað sl. tvö ár og framleiðnibatinn í kjölfar fjármálakreppunnar verið hægur. Þegar tímabilið frá upphafi fjármálakreppunnar er skoðað sést að í þeim geirum þar sem hefur verið töluverður samdráttur heildarvinnustunda hefur framleiðni aukist hvað mest en þessu er öfugt farið í þeim greinum þar sem vinnuaflsnotkun hefur aukist mikið (mynd IV-22). Þróunin hér á landi hefur verið áþekk því sem sést hefur í mörgum öðrum þróuðum ríkjum (mynd IV-23). Þær skýringar sem settar hafa verið fram á hægri þróun framleiðni í iðnríkjum eftir fjármálakreppu eru t.d. mikil skuldsetning fyrirtækja og óvissar efnahagshorfur sem haldið hafa aftur af fjárfestingu; ósveigjanlegur vinnumarkaður sem hafi hamlað tilflutningi vinnuafls á milli hnignandi og rísandi greina; og (í sumum löndum a.m.k.) hefur samsetning framleiðslunnar breyst þannig að vægi greina þar sem framleiðni er minni hefur aukist. Hér á landi á síðasta skýringin líklega í einhverjum mæli við og atvinnuvega- fjárfesting hefur síðustu ár einnig verið lítil í sögulegu samhengi. Hér er þó rétt að hafa í huga að þegar hafði hægt á framleiðnivexti í flestum þróuðum ríkjum áður en fjármálakreppan skall á og því kunna dýpri kerfislægar orsakir tengdar t.d. breytingum á menntun eða aldurssam- setningu vinnuaflsins að eiga hlut að máli. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Einhver slaki er enn til staðar á vinnumarkaði Sökum kröftugrar eftirspurnar eftir vinnuafli á fyrsta fjórðungi ársins dró töluvert úr slaka á vinnumarkaði frá því sem var á sama tíma í fyrra (mynd IV-24). Á mælikvarða atvinnuleysis og hlutfalls starfandi var slakinn horfinn ef miðað er við frávik frá meðaltali frá árinu 2003, en meðalvinnustundir og mælikvarðinn á mögulega viðbót á vinnu- markaði voru hins vegar enn töluvert undir sögulegu meðaltali sínu.6 Hlutfall fyrirtækja sem telja vera skort á starfsfólki hefur einnig aukist jafnt og þétt undanfarin ár (mynd IV-25) en enn telja þó ríflega 80% fyrirtækja nægt framboð á starfsfólki enda virðast þau geta flutt inn vinnuafl þegar þörf er á og eins og fjallað var um hér að framan er einnig nokkurt svigrúm enn til staðar til að lengja vinnutímann. Þessar niðurstöður benda til þess að enn gæti verið eitthvert svigrúm til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli án þess að það skapi verulegan þrýsting á laun. Nýting framleiðsluþátta eykst og framleiðsluspenna myndast Samkvæmt grunnspá bankans er talið að framleiðslustigið á síðasta ári hafi verið rétt undir framleiðslugetu og er það í takt við mat bankans 6. Eurostat birtir ítarlegri sundurgreiningu á vinnuaflinu sem sýnir mögulega viðbót á vinnu- markaði. Um er að ræða tvo hópa: þeir sem eru utan vinnumarkaðar og annaðhvort að leita að starfi en geta ekki hafið störf innan tveggja vikna eða geta hafið störf innan tveggja vikna en eru ekki að leita sér að vinnu (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 3). Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-23 Meðalársvöxtur framleiðni og framlag undir- liða í nokkrum löndum árin 2009-2013 % VLF Heildarvinnustundir Framleiðni -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 Br et la nd Fi nn la nd N or eg ur Sv íþ jó ð Þý sk al an d D an m ör k Ís la nd Ba nd ar ík in 1. Þeir sem eru utan vinnumarkaðar og gætu hafið störf innan tveggja vikna en eru ekki að leita að vinnu, og þeir sem eru að leita að vinnu en geta ekki hafið störf innan 2 vikna. Árlegar tölur notaðar sem fyrsti fjórðungur næsta árs. 2. Margfaldað með -1 til að neikvætt frávik frá meðaltali sýni spennu. Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-24 Mælikvarðar fyrir spennu á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins Frávik frá meðaltali fyrsta ársfjórðungs áranna 2003-2015 mælt í fjölda staðalfrávika 2015 2014 2013 Hlutfall starfandi Atvinnu- leysi (VMK)2 Möguleg viðbót á vinnumarkaði1, 2 Meðalvinnustundir Atvinnu- þátttaka -2 -1 0 1 Mynd IV-22 Framleiðni og heildarvinnustundir eftir atvinnugrein 2009-20141 Meðalársvöxtur tímabils (%) 1. Framleiðni reiknuð sem vergar þáttatekjur á föstu verð- lagi á heildarvinnustund. Vergar þáttatekjur fyrir árið 2014 framreiknaðar með magnvísitölu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -5 0 5 10 Ýmis sérhæfð þjón. Ferðaþjónusta Op. starfsemi o.fl. Heild- og smásöluv. Fiskveiðar Framleiðsla Byggingarstarfsemi Uppl. og fjarskipti Fjármálageiri Framleiðni Heildarvinnustundir

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.