Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 43

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 43
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 43 Rammagrein 1 Áhættuálag og mat á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði Þegar kemur að framkvæmd peningastefnunnar skiptir máli að hafa góðar mælingar á verðbólguvæntingum, þ.e. þeirri verðbólgu sem almenningur og fyrirtæki vænta í framtíðinni. Verðbólguvæntingar hafa m.a. áhrif á verðákvarðanir fyrirtækja og mótun launakrafna al- mennings. Það er t.d. líklegra að launafólk krefjist mikilla nafnlauna- hækkana þegar þau búast við mikilli verðbólgu. Að sama skapi er lík- legra að fyrirtæki samþykki slíkar kröfur ef þau gera ráð fyrir miklum almennum verðhækkunum. Verðbólguvæntingar eru því mikilvægur ákvörðunarþáttur verðbólgu. Til að halda verðbólgu viðvarandi við verðbólgumarkmið Seðlabankans þarf að tryggja að væntingar fólks um framtíðarþróun verðbólgu séu á svipuðum nótum. Aðferðir við að mæla verðbólguvæntingar Verðbólguvæntingar eru jafnan metnar með tvenns konar aðferð- um: annars vegar með beinum spurningakönnunum og hins veg ar með greiningu á vaxtarófi á skuldabréfamarkaði. Seðlabanki Íslands notar báðar þessar aðferðir. Reynslan hefur sýnt að stundum getur verið ósamræmi á milli niðurstaðna kannana og þeirra vísbend inga sem lesa má af skuldabréfamarkaði (mynd 1). Skýrist það að hluta til af því að mat á verðbólguálagi (e. breakeven inflation rate) á skulda- bréfamarkaði byggist á samanburði vaxta á óverðtryggðum og verð- tryggðum skuldabréfum en sá vaxtamunur inniheldur, auk verð- bólguvæntinga, áhættuálag sem getur breyst yfir tíma.1 Þess vegna er ekki hægt að lesa verðbólguvæntingar beint út úr vaxta muninum heldur eingöngu samtölu þeirra og áhættuálagsins. Þessu áhættu- álagi má í meginatriðum skipta í tvennt: Í fyrsta lagi inniheldur það áhættuþóknun sem áhættufælnir fjárfestar krefjast til að telja fjár- festingu í verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréf um jafngóða, þ.e. áhættuþóknun sem fylgir fjárfestingu í óverðtryggð um skulda- bréfum vegna óvissra verðbólguhorfa. Þessi hluti áhættuálagsins er jafnan kallaður verðbólguáhættuálag (e. inflation risk premium). Hinn hluti áhættuálagsins endurspeglar hins vegar þætti eins og mismunandi seljanleika bréfanna, m.a. vegna ólíkra eftirspurnar- og framboðsáhrifa, og mögulega ólíkrar skattalegrar meðferðar bréfanna. Hér á landi endurspeglar álagið einnig mögulega ólíka greiðslufallsáhættu vegna óvissu um stöðu Íbúða lánasjóðs sem er meginútgefandi verðtryggðra skuldabréfa. Þessi hluti áhættuálagsins er jafnan kallaður seljanleikaálag (e. liquidity premium). Ætla má að verðbólguáhættuálagið sé jafnan jákvætt en seljanleikaálagið getur bæði verið jákvætt og neikvætt m.a. eftir því hversu hlutfallslega djúpir markaðir með verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf eru. Við fyrstu sýn virðast spurningakannanir því gefa hreinni mæl- ingar á raunverulegum verðbólguvæntingum. Áreiðanleiki þessara kannana er hins vegar háður fjölda þátta eins og verðbólguvitund þátttakenda, úrtaksstærð könnunarinnar og fjölda svarenda. Ekki er heldur víst að allir svarendur séu með sama mælikvarða á verðbólgu í huga þegar þeir svara. Verðbólguvæntingar byggðar á spurninga- könnunum innihalda því mögulega mæliskekkju. Þær eru einnig yfir- leitt framkvæmdar með nokkurra mánaða millibili en vísbendingar út frá vaxtarófi skuldabréfa fást mun tíðar. Verðbólguvæntingar metnar af skuldabréfamarkaði byggjast þar að auki á raunverulegum viðskipt- um á skuldabréfamarkaði. Báðar aðferðir hafa því sína kosti og galla. Upplýsingar af skuldabréfamarkaði og út frá spurningakönn- unum má nýta saman til að fá betra mat á áhættuálaginu og þar með áreiðanlegra mat á verðbólguvæntingum. Í þessari rammagrein er fjallað um mat erlendra rannsókna á áhættuálaginu og hvert það gæti verið hér á landi. 1. Víða erlendis er einnig hægt að lesa verðbólguvæntingar markaðsaðila út úr verðlagn- ingu verðbólguskiptasamninga (e. inflation swaps). Mynd 1 Verðbólguvæntingar og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs Janúar 2003 - apríl 2015 % Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólguvæntingar fyrirtækja 1. Framvirkt verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverð- tryggðra skuldabréfa (mánaðarleg meðaltöl). Álagið er vísbending um væntingar um ársverðbólgu eftir eitt ár. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.