Peningamál - 13.05.2015, Side 48
RAMMAGREINAR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
48
þeir hafi færst í hópinn atvinnulausir eru þær þó meiri en annarra
starfandi. Einstaklingar í hópnum sem er í leit að vinnu en getur ekki
hafið störf strax eru hins vegar nánast jafnlíklegir til að hafa fengið
vinnu, flokkast sem atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu ILO eða
vera ekki lengur í leit að vinnu (25-29%) eftir eitt ár. Tiltölulega ólík-
legt er að einstaklingar í hópnum séu þar eftir ár (10%). Hins vegar
eru þeir sem eru ekki að leita að vinnu en gætu þó hafið störf mjög
líklegir til að vera í sömu stöðu ári síðar og það eru nánast sömu líkur
á að einstaklingar í þessum hópi verði ekki lengur tiltækir í vinnu
eftir eitt ár. Tenging þessa hóps við vinnumarkaðinn er því ekki mjög
sterk, þótt einhverjar líkur séu á að þetta fólk sé orðið virkara og hafi
fengið vinnu eða tilheyri hópi atvinnulausra eftir eitt ár.
Þróunin hér á landi
Enn sem komið er birtir Eurostat einungis gögn fyrir Ísland um hóp-
ana sem eru utan vinnumarkaðar en ekki gögn um vinnulitla. Til að
fá hugmynd um stærð þessara hópa hér á landi er áhugavert að
skoða annars vegar árið í fyrra og hins vegar árið 2007 en þá var
mikil spenna á vinnumarkaði og líklega flestir sem mögulega gátu og
vildu vinna í hópi starfandi (mynd 2).4 Til að auðvelda samanburðinn
eru báðir flokkar reiknaðir sem hlutfall af mannafla á aldrinum 16-
74 ára. Í fyrra voru 80,8% þeirra sem voru á aldrinum 16-74 ára
á vinnumarkaði en 82,6% árið fyrir fall fjármálakerfisins. Að sama
skapi voru 76,9% með vinnu í fyrra en 80,8% árið 2007 og 3,9%
af mannaflanum voru atvinnulaus samkvæmt skilgreiningu ILO en
1,9% árið 2007.5 Hlutur þeirra sem flokkaðir eru sem möguleg við-
bót við vinnuaflið og til eru tölur um fyrir Ísland, þ.e. þeir sem eru
að leita að starfi en geta ekki hafið störf innan tveggja vikna og þeir
sem það geta en eru ekki að leita, var rúmlega 5,2% í fyrra en 1,6%
árið 2007. Hefðu þeir verið taldir með þeim sem teljast atvinnulausir
samkvæmt skilgreiningu ILO, hefði atvinnuleysi mælst rúmlega 9%
í fyrra en 3,4% árið 2007. Hefðu þeir hins vegar verið í vinnu hefði
hlutfall starfandi verið 82% í fyrra en ekki tæplega 77%.
Það kemur á óvart hversu lítil breyting varð í þessum tveimur
hópum á tímabilinu fyrir árið 2008 miðað við þá miklu umframeftir-
spurn sem var á vinnumarkaði í uppsveiflunni. Eins og gera má ráð
fyrir, fjölgar nokkuð í þessum hópum í kjölfar fjármálakreppunnar og
var hlutur þeirra mestur árið 2013 þegar hann var 5,7% af mannafla,
en minnkar svo aftur í fyrra, nánast eingöngu vegna fækkunar þeirra
sem geta unnið en eru ekki að leita að vinnu. Þeim sem geta unnið
en eru ekki að leita að vinnu virðist hafa fjölgað töluvert frá árunum
2011-2013 sem gæti bent til þess að fleiri hafi gefist upp á að leita
sér að vinnu. Þessir mælikvarðar á mögulega viðbót á vinnumarkaði
voru þó enn töluvert undir sögulegu meðaltali sínu í fyrra þótt heldur
hafi fækkað í hópunum milli ára (sjá kafla IV).
4. Hér eru notaðar tölur úr vinnumarkaðskönnun Eurostat en einhver munur getur verið á
þeim og tölum Hagstofunnar.
5. Hefðbundið er að mæla atvinnuleysi sem fjölda atvinnulausra sem hlutfall af vinnuaflinu.
Þannig mælt var atvinnuleysi 4,9% í fyrra en 2,2% árið 2007.
Mynd 2
Uppskipting fólks á vinnufærum aldri
% af mannafla 16-74 ára
Starfandi
Atvinnulausir
Í leit að vinnu en geta ekki hafið störf
Geta hafið störf en eru ekki að leita að vinnu
Aðrir utan vinnumarkaðar
Heimild: Eurostat.
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
65
70
75
80
85
90
95
100