Peningamál - 13.05.2015, Side 53

Peningamál - 13.05.2015, Side 53
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 53 Rammagrein 5 Mat á undirliggjandi verðbólgu með kviku þáttalíkani Hugtökin kjarnaverðbólga eða undirliggjandi verðbólga koma oft upp í umræðu um mótun og framkvæmd peningastefnunnar. Að baki liggja hugmyndir um að hægt sé að greina hvaða þættir í þróun verðbólgunnar séu tímabundnir og hverjir séu þrálátari og líklegir til að verða erfiðir viðureignar ef verðbólga víkur nokkuð frá verðbólgu- markmiði. Hækkun verðs á grænmeti vegna óhagstæðs veðurfars hefur t.d. tímabundin áhrif á verðbólgu sem leiðréttast þegar veður- skilyrði batna og kalla því almennt ekki á sérstök viðbrögð peninga- stefnunnar. Aðrar verðbreytingar eru þrálátari, tengjast væntingum um verðbólgu sem aftur hafa áhrif á verðlagningu heimila á vinnu og verðlagningu fyrirtækja á vörum og þjónustu. Að öðru óbreyttu myndi verðbólga drifin áfram af slíkum þáttum kalla á viðbrögð pen- ingastefnunnar. Markmiðið með mati á undirliggjandi verðbólgu er að búa til mælikvarða á verðbólguþrýsting í hagkerfinu sem horfir fram hjá þessum tímabundnu þáttum. Til er fjöldi aðferða við að meta undirliggjandi verðbólgu en þar sem ekki hefur verið fundin aðferð sem skarar fram úr öðrum á öllum sviðum styðjast seðlabankar yfirleitt við nokkra mælikvarða. Tvenns konar aðferðafræði hefur verið beitt við gerð þeirra mælikvarða sem birtir eru hér á landi: útilokun og tölfræði. Útilokunaraðferðir leitast við að fjarlægja skammlíf áhrif með því að fjarlægja ýmsar undirvísi- tölur vísitölu neysluverðs. Yfirleitt eru þær undirvísitölur sem sveiflast mest fjarlægðar eða þeir þættir sem talið er að endurspegli fram- boðsskelli, eins og t.d. olíuverð og breytingar á óbeinum sköttum, eða verð sem ákveðið er af hinu opinbera. Tölfræðiaðferðir ganga einnig út á að fjarlægja sveiflukennda undirliði vísitölu neysluverðs en einskorða sig yfirleitt við að fjarlægja sveiflukenndustu undirliðina í einstaka mánuðum. Þeir geta verið breytilegir frá einum tíma til annars og því eru ekki alltaf sömu undirþættirnir fjarlægðir eins og gert er með útilokunaraðferðinni. Að beiðni Seðlabankans hefur Hagstofa Íslands um nokkurra ára skeið birt fjóra mismunandi mælikvarða á undirliggjandi verð- bólgu byggða á útilokunaraðferðinni: kjarnavísitölu 1, sem útilokar verð landbúnaðarvara og olíu, kjarnavísitölu 2, sem útilokar einnig verð opinberrar þjónustu, kjarnavísitölu 3, sem fjarlægir einnig raun- vaxtakostnað húsnæðislána, og kjarnavísitölu 4, sem undanskilur einnig markaðsvirði húsnæðis.1 Til viðbótar reiknar Seðlabankinn ýmsa tölfræðilega mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu: nokkur klippt meðaltöl, sem undanskilja 5-25% þeirra undirliða sem breyt- ast mest í verði milli mánaða, og vegið miðgildi verðbreytinga undir- liða vísitölu neysluverðs. Í nýlegri rannsóknarritgerð er kynntur nýr mælikvarði á undir- liggjandi verðbólgu fyrir Ísland sem byggist á svo kölluðu „kviku þáttalíkani“ (e. dynamic factor model).2 Við mat á líkaninu eru 230 undirvísitölur vísitölu neysluverðs notaðar til að finna undirliggjandi þátt (e. factor) sem er sameiginlegur í öllum undirvísitölunum og ætti að endurspegla almenna verðbólguþróun. Niðurstöðurnar má sjá á mynd 1 en eins og sjá má fylgir mælikvarðinn mældri verðbólgu nokkuð vel. Sveiflurnar eru hins vegar minni og hjöðnun verðbólgu árið 2014 er ekki eins hröð og ef miðað er við mælda verðbólgu. Það gefur til kynna að hluta hjöðnunar mældrar verðbólgu megi rekja til tímabundinna þátta sem eru líklegir til að ganga til baka. Eins og sést á mynd 2 gefur kjarnavísitala 3 þetta einnig til kynna en hjöðnun undirliggjandi verðbólgu samkvæmt henni er þó hraðari en fæst með þáttalíkaninu, líkt og hjá öðrum mælikvörðum. 1. Greiningu á kjarnavísitölum 1 og 2 má finna í Þórarinn G. Pétursson (2002). „Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun peningastefnunnar“. Peningamál 2002/4. 2. Bjarni G. Einarsson (2014). „A Dynamic Factor Model for Icelandic Core Inflation“. Seðla banki Íslands Working Paper nr. 67. Mynd 1 Undirliggjandi verðbólga samkvæmt kviku þáttalíkani Mars 2001 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Kvikt þáttalíkan Vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.