Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1948, Page 243

Skírnir - 01.01.1948, Page 243
Skírnir Ritfregnir 237 fræðibóka, svo að tökuorðum þessarar aldar eru ekki þar með gerð fullnaðarskil. Engu að siður er bók þessi hinn mesti fengur og ágæt stoð öllum þeim, er fást við rannsóknir á tungu þjóðarinnar. Ekki hef ég átt þess kost að athuga, hvort eða að hve miklu leyti höfundur hefur tæmt verkefni sitt, að því er orðtökuna varðar. En allt virðist benda til mikillar vandvirkni í vinnubrögðum, og ívitn- anir eru margar og rækilegar við flest orð. Það þykir mér smávegis ágalli, að höfundur greinir ekki jafnan frá því við einstök orð, — er rök standa til —, hvaðan þau muni helzt komin inn í málið, skýrir aðeins frá því, að um tökuorð sé að ræða og tilfærir síðan samsvarandi orðmyndir erlendar. Hins vegar ræðir hann þetta efni í formála, og þar flokkar hann nokkurn hluta tökuorðanna eftir því, hvaða leið þau hafi komizt inn í íslenzkuna. Mér finnst þessi tilhögun lesendum til nokkurs óhagræðis, því að þótt sjálfsagt sé að gera grein fyrir þessu efni í formála, mátti og drepa á það við hvert einstakt orð, — eftir ástæðum —, annað- hvort með röðun erlendu orðanna eða á annan hátt. Satt er það að vísu, svo sem höfundur tekur fram, að oft er erfitt að skera úr, eftir hvaða leiðum hvert einstakt orð hafi borizt inn í málið. En það atriði er hins vegar allmikilvægt frá máls- og menn- ingarsögulegu sjónarmiði. Höfundur ræðir nokkuð, hvað helzt geti skorið úr í þessu efni, svo sem kyn orða, hljóðfræðileg mynd o. fl. Mér virðist, að merking orðanna geti orðið til nokkurrar leiðbein- ingar um þetta atriði með hliðsjón af því, hversu sambandi Islands við önnur lönd var háttað, bæði stjómarfarslega og að því er tók til verzlunar og kirkjumála. Þykir mér sem þess sjónarmiðs gæti varla nógsamlega hjá höfundi. Þá finnst mér og hæpin sú ályktun hans, að allur meginþorri tökuorða í íslenzku af þýzkum uppruna sé kominn hingað úr dönsku og norsku. Mun vandskorið úr því efni, einkum þó meðan 15. aldar tökuorð í viðkomandi málum hafa ekki verið rannsökuð til neinnar hlítar. Þá er annað atriði, er mér þykir orka nokkurs tvímælis, en það er skilgreining höfundar á því, hvað telja skuli tökuorð. Hún er ákaflega rúm, og segir það að sjálfsögðu til sín í orðabókinni. Mér finnst það t. d. hæpið að telja s. forlýta tökuorð, enda engar beinar fyrirmyndir í grannmálunum. Að vísu eru mörg tökuorð í málinu, þar sem forskeytið for- gegnir svipuðu hlutverki, og hugsanlegt, að þau hafi orkað á þessa orðmyndun. Hinu má heldur ekki gleyma, að ýmis íslenzk orð (no. og lo.) höfðu þetta forskeyti frá fornu fari, þ. á m. lo. forljótur, og algengt, að sagnir væru leiddar af forskeytt- um nafnyrðum. Eg lít svo á, að forskeytisnotkun af þessu tagi hafi líka átt sér innlendar rætur, þótt erlend áhrif, bein og óbein, eldri og yngri, láti þar að sjálfsögðu mikið til sín taka. Svipuðu máli gegnir um s. formæla og no. forsagnari og að nokkru leyti um s. for- glata og forprýða. Hin síðastnefnda er reyndar upphaflega af erlend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.