Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 9
Skirnir
Björn Magnússon Ólsen
7
1 síðustu og rækilegustu ritgerðinni svarar Björn M. Ólsen
m. a. þeim andmælum, sem fram höfðu komið gegn rúna-
bókinni og þeirri skoðun hans, að Ari hefði samið sérstaka
„konunga ævi“ upp úr því efni, sem hann hafði sleppt úr
eldri gerð Islendingabókar, þegar hann samdi þá bók, sem
nú er til. En með því lét hann í rauninni útrætt um þau
efni, þótt hann héldi fast við niðurstöður sínar.
Öðru máli gegndi um þær skoðanir á Landnámu, sem
hann bar fram í þessum ritgerðum. Og verður nú til skýr-
ingar að gera nokkura grein fyrir þessu torvelda viðfangs-
efni og hvernig þar er í garðinn búið.
Landnámahók er til heil í tveimur fornum gerðum, annarri
frá síðari hluta 13. aldar, Sturlubók, — hinni frá fyrri hluta
14. aldar, Hauksbók. Haukur Erlendsson (d. 1334) skýrir frá
því í eftirmála sinnar bókar, að hann hafi ritað hana eftir
tveimur hókum, sem þeir hafi ritað Styrmir fróði (d. 1245)
og Sturla Þórðarson (d. 1284). En auk þess segir hann, að
fyrst hafi þeir skrifað um landnám Ari fróði og Kolskeggur
vitri. -— Af þriðju fornu Landnámu-gerðinni, Melabók, sem
mun vera rituð rétt um 1300, er ekki til nema brot, að
vísu á skinni, en samt heldur óvandað eftirrit. En nokkuru
frekari hugmyndir má gera sér um hana af ýmsum köflum
úr henni í Landnámu-samsteypu frá 17. öld, sem stundum
hefur verið nefnd Melabók yngri, en nú venjulega ÞórSarbók.
Auðsæjasti munurinn á Melabók annars vegar og Sturlu-
bók og Hauksbók hins vegar er efnisröðin. Melahók byrjar
á Sunnlendingafjórðungi austast, lýsir síðan landnámunum
þaðan vestur um og segir frá Ingólfi Amarsyni á sínum stað
í röðinni. En hinar byrja á því að segja frá Ingólfi, rekja
síðan landnámin frá Reykjavík vestur um og enda á Álfta-
nesi. Með þessu móti er ekki einungis Sunnlendingafjórð-
ungur klofinn í tvennt, heldur sjálft landnám Ingólfs.
Meginatriðin í skoðunum Bjöms M. Ólsens á uppruna Land-
námu og afstöðu gerðanna hverrar til annarrar em þessi tvö:
1) Að rétt sé að taka þau ummæli Hauks trúanleg, að Ari
hafi samið sérstaka Landnámabók, en það hafi hann gert,
eftir að hann ritaði Islendingabók hina eldri. (Hins vegar