Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 113
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
107
göngunni er helber tilbúningur, annaðhvort vísvitandi eða
elliórar, þá er vant að sjá, hverju trúa má af því, sem haft
er eftir séra Einari í Biskupaannálum. Því að svo má ljúga
trúlega sem ótrúlega.
Eysteins Brandssonar er ekki einungis getið í Biskupa-
annálum, heldur og í samtíða bréfum.
Torfi í Klofa kemur síðast við skjöl 3. júlí 1504, en dáinn
er hann fyrir 11. febrúar 1505. Hann hafði verið yfirgangs-
samur og átt útistöður við Stefán biskup. En þegar Torfi
var dauður, hrá biskup skjótt við að gera upp sakir við ekkju
hans. Fékk hann kröfur sínar staðfestar með dómi; sá dóm-
ur er ekki lengur til, og vera má, að hann hafi gengið fyrir
andlát Torfa. Var svo rösklega að gengið, að 28. júlí 1505 er
öllu lokið og Helga Guðnadóttir, ekkja Torfa, kvitt við biskup.
Lýsir biskup yfir í gerningsbréfi þann dag, „að Helga Guðna-
dóttir hefur gjört oss nægelsi fyrir þær fjársektir, sem hún
varð oss skyldug vegna Torfa heitins Jónssonar, bónda síns,
eftir því sem hún batt sig í svar fyrir um það, sem hann
hafði misfara orðið við Guð og heilaga kirkju og oss.“ Eru
greiðslur Helgu taldar, „en þó stendur til miklu meira eftir
því sem dómurinn út vísar, en fyrir hennar auðmýkt og
góða eftirleitan höfum vér gefið hana kvitta og hennar erf-
ingja og eftirkomendur um áður skrifuð afgjöld og fjársektir,
sem í dóminum standa“. Síðar segir: „Item höfum vér og
gefið Eystein Brandsson í hennar vald um það, sem vér höf-
um til hans að tala.“
Það mun mega gera ráð fyrir, að það, sem biskup hafði
„til hans að tala“, sé félagsskapur Eysteins við Lénarð.
Voru nú liðin um 3 ár frá vígi Lénarðs, og má furðu gegna,
að unglingspiltur skyldi vera svo tómlátur um að ganga til
hlýðni við biskup, ef annað hefði ekki valdið. Eysteinn var
sveitungi Torfa, gerðist bóndi þar í sveit og enn síðar virð-
ist hann mjög handgenginn börnum Torfa og Helgu. Það er
svo að sjá, að Torfi hafi ekki haft Eystein mjög fyrir sökum,
þótt hann verði Lénarð hraustlega, og virt til ungæðisskap-
ar, en maðurinn frábær að karlmennsku, og slíkir komu