Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 168
160
Árni Böðvarsson
Skimir
sem síðar verður getið í sambandi við nng-framburðinn —,
að þeir kunni enn þá margir utanbókar söngva og bænir úr
kaþólskum sið.
Hann segir, að málið í Kjósarsýslu sé í meðallagi hreint.
Þar sé nokkur munur á framburði einstakra orða, án þess
að það skapi þó sérstaka mállýzku („Man kan ikke sige, at
den liden Forandring, som her falder i Udtalen af visse Ord,
gior særskilte Dialecter“), en mestur sé munurinn á hrein-
leika málsins. Þvi miður sýnir hann engin ákveðin dæmi um
þennan framburðarmismun, en vera má, að þau sé að finna
í dagbókum hans úr ferðalaginu, sem nú er geymd hjá vís-
indafélaginu danska. (FerSab., 70., 291., 609., 736., 755.,
808., 809., 815. og 886. gr.).
Hann segir um framhurðinn á Austfjörðum, að áherzlur
og hljómblær líkist helzt norskum hreim og sé þessi fram-
burður kallaður kækur („Kæk eller Kiaik“) annars staðar
á landinu. Verður ekki annað ályktað en hann eigi þarna
við sönghreim (musikalsk akcent).
II. Beygingar.
Það, sem Eggert hefur fram að færa um beygingasögu
málsins, er sennilega ekkert nýtt og a. m. k. mun minna að
vöxtum en athugagreinar hans um hljóðsöguna.
Um endinguna í miðmynd segir hann m. a.:
„Eg má ekki þessari afvætu [ýz;o] þurrum fótum fram
hjá, þar allir enda nú primam personam pl. pass. uppá -unst
og skrifa og tala vér giörunz, fœdunst, sykiunst. Já, þeir
gjöra enn nú meira, segjandi endingarnar, þá þeir hafa vér
giavrustum etc.“ Síðan bendir hann á, að réttu myndimar
séu gjörumst, fæZumst o. s. frv. (2003, 147.—149. bls.)
Meðal bögumæla getur hann t. d. um „á hladini, nesini
etc. fyrir hladinu“, „allt samant“ fyrir allt saman (60, 165.
—166. bls.), „dcaaz eða dáz ad“, „hoggve“ fyrir höfgi
(þyngd). (59, 117. og 119. bls.)
III. Leifar kringda framburðarins á y, ý.
Eggert harmar það, að hinn fomi framburður á y, ý sé út-