Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 182
174
Arnold R. Taylor
Skírnir
frumtextanum. Eiríkur Magnússon1) gat þess til, að skrif-
arinn hefði mislesið ,mlca‘ í handritinu sem ,micla‘ og þess
vegna þurft að bæta við sagnorðinu ,veita‘. Þetta er mjög
sennilegt, en ég held, að orðin ,veita honum‘ séu komin af
styttingu á orðunum ,við hann‘ í handritinu. Það má ímynda
sér, að breytingin hafi gerzt á þessa leið: f frumtexta hefur
staðið: ,minnka tillQg við hann (þik) ‘ og einhver skrifari
hafi mislesið ,mÍNca‘ eða ,minca‘ sem ,micla tillgg við hann
(þik)‘. Seinna hefur öðrum skrifara fundizt, að sagnorðið
,micla‘ væri lýsingarorð, breytt ,till^»g‘ í kvenkynið ,til-
lggu‘ og þá, þegar vantaði sagnorð í setninguna, búið til
,veita honurn1 úr styttingu orðanna ,við hann‘ í handritinu.
Ef þetta er rétt athugað, er það ljóst, að Konungsbókar-
textinn er ekki eftirrit af handriti höfundarins né heldur af
textanum, sem skrifari Möðruvallabókar hefur notað. Við
verðum að gera ráð fyrir að minnsta kosti tveim liðum á
milli Konungsbókar og frumtextans.
II.
Annað vandamál um Bandamanna sögu er skyldleiki henn-
ar við ölkofra þátt. Efnið í báðum þessum ritum er svo
svipað, að annað þeirra hlýtur að teljast fyrirmynd hins.
1 þessu vandamáli eru fræðimenn ekki heldur sammála. Sum-
ir telja þáttinn veitandann, sumir söguna.2) 1 Konungsbókar-
texta sögunnar er samt eitt atriði, sem bendir til þess, að
höfundar Bandamanna sögu hafi sótt efni í Ölkofra þátt.
Þegar Ófeigur fer með bandamönnum á völlu til þess að
kjósa, hverjir skuli gera um mál þeirra Odds, þá stendur
í Konungshók: „Þá mælti Ófeigr: ,Setizk þér nú niðr, banda-
menn, í hring, ok mun ek ganga fyrir yðr ok kjósa þá til
míns máls, er mér sýnisk‘. Ok þeir gera svá. Hann gengr at
Styrmi ok lyptir aptr kápuhettinum á herðarnar ok stóð n
knjám ok mælti.“ 3) I texta Möðruvallahókar stendur ekk-
ert, sem svarar til orðanna ,stóð á knjám‘, og er skemmtilegt
1) W. Morris & E. Magnússon: The Saga Library I, bls. xxv.
2) Sjá nánar Islenzk fomrit VII, bls. lxxv.
3) Islenzk fomrit VII, bls. 347.