Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 252
244
Ritfregnir
Skímir
sonar, getur ]>að ekki kallazt venjulegt hér á landi, að safnað sé visinda-
legum ritgerðum ýmissa manna og gerð úr bók, sem gefin sé í afmælis-
gjöf. Vera má, að óvaninn valdi nokkru um j>á fádæma geðvonzku, sem
hljóp í suma ritdómara, þegar bók þessi kom út. Bókin sjálf gaf að minnsta
kosti ekkert tilefni til þess.
Erlendis eru þessu lík afmælisrit algeng. Ritgerðimar em vanalega
sundurleitar bæði að efni og gæðum. Þar em annað veifið merkilegar
rannsóknir, en allt eins mikið af smælki. Með hrisi skal við þjokkva, kvað
Sighvatur. Visindin em eins og garður hlaðinn úr mörgum steinum; hver
steinn, lítill eða stór, hefur sitt gildi, ef hann er traustur; valan, ósvikin
og heil, hefur miklu meira gildi en stórt bjargið, sem ekki er annað en
frauð.
Ritgerðimar í þessari bók era alveg með sama hætti og vant er í slík-
um ritum, þær em vitanlega misjafnar, sumar meira háttar en aðrar.
Hvert afmælisrit er fullsæmt af ritgerðum eins og Bjarna Vilhjálmssonar
um orðasmíð Sigurðar Guðmundssonar eða Lárusar Blöndals um Grýlu,
svo að ég grípi tvö dæmi. 1 sumum öðmm ritgerðunum er minna færzt
í fang, eins og gengur, og er ekkert við þvi að segja. Annars er það ekki
ætlun mín að fara að rekja efnið eða gefa greinunum einkunnir.
Nafn bókarinnar er dregið af orðum Eyvindar skáldaspillis í Hákonar-
málum:
Góðu dægri
var sá gramr of borinn,
er sér getr slikan sefa.
Hans aldar
mun æ vera
at góðu getit.
Sú bending, sem í nafngiftinni felst, er einkar vel til fallin. Hver, sem
nokkurt skynbragð ber á það mál, mun kunna að meta hið góða starf,
sem Sigurður Nordal hefur unnið sem kennari og vísindamaður i íslenzk-
um fræðum. Hann var því sannarlega verður þess vináttuvottar, sem í
afmæliskveðju þessari felst.
E. Ó. S.
Sven Brun: Eneboeren i Atlanterhavet. SmS Islandsbesok. Utgitt av
Norsk-islandsk samband. Oslo 1951.
Það var á ferð til Noregs fyrir styrjöldina, á þeim ámm, þegar Lyra
gekk milli Reykjavíkur og Björgvinjar undir stjóm Eckhoffs skipstjóra,
að sá, er þetta ritar, hitti ferðalang einn, sem var á leið heim til Noregs
frá annarri Islandsferð sinni. Hann var nokkuð við aldur, prúður og ljúf-
mannlegur, listelskur, fjölfróður og veraldarvanur og hafði séð mörg lönd
og margar þjóðir. En það, sem mesta athygli vakti, var þó, hversu ferða-
maðurinn naut ferðarinnar; yfir landinu, sem hann var að kveðja, virtist